„Móberg er nýja gullið. En ég vil nú ekki alveg stimpla Þorlákshöfn strax sem móbergsbæ,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í minnihlutanum í Þorlákshöfn, þegar hún ræðir um fyrirhugaða mölunarverksmiðju þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg í Þorlákshöfn.
Bygging verksmiðjunnar, við höfnina í túnfætinum á þessu 1.500 manna bæjarfélagi á Suðurlandi, er að mati Ásu Berglindar risastórt hagsmunamál fyrir íbúana.
Ása Berglind vill meina að bygging verksmiðjunnar snúist um það hvernig bær Þorlákshöfn verður til framtíðar: Á að byggja upp verksmiðjubæ sem framleiðir hráefni í steypu eða annars konar samfélag með öðruvísi atvinnuvegum en þungaiðnaði?: „Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir handa börnunum okkar,“ segir hún í viðtali við Heimildina.
„Viljum við láta moka niður fjöllunum okkar í svona stórum stíl og senda þau til útlanda?
Tímamótaverkefni í vinnslu móbergs
Heidelberg er alþjóðlegt stórfyrirtæki sem sérhæfir sig í því að framleiða …
Athugasemdir (1)