Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Yfir 2.500 tonn af hvalkjöti flutt frá Íslandi til Japans í desember

Hval­ur hf. flutti yf­ir 2.500 tonn af hval­kjöti til Jap­ans í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Kjöt­ið var flutt með skipi. Fyr­ir­tæk­ið stund­aði veið­ar á lang­reyð­um í sum­ar eft­ir tveggja ára hlé. 148 dýr veidd­ust. Nokk­ar kýr voru kelfd­ar er þær voru drepn­ar.

Yfir 2.500 tonn af hvalkjöti flutt frá Íslandi til Japans í desember
Gaumgæfir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, skoðar sprengiskutul í langreyði í sumar. Mynd: Hard to Port

Yfir 2.500 tonn af hvalkjöti var flutt frá Íslandi til Japans í síðasta mánuði. Þetta er fyrsti útflutningur á hvalkjöti frá Íslandi frá árinu 2018 er um 1.500 tonn voru flutt til Japans. Eitt fyrirtæki stundar hvalveiðar á Íslandi, Hvalur hf. Síðasta sumar gerði fyrirtækið út tvö skip frá hvalstöðinni í Hvalfirði og voru 148 langreyðar veiddar. Hvalveiðar voru ekki stundaðar þrjú ár þar á undan, þ.e. árin 2019-2021.

Upplýsingarnar um útflutninginn fékk Heimildin hjá íslenskum tollyfirvöldum eftir að hafa leitað til matvælaráðuneytisins sem hafði þær ekki. Ráðuneytið gat þó sagt að hlutverk þess þegar komi að útflutningi hvalkjöts væri að gefa út vottorð um að kjötið væri af þeim hvalategundum sem heimilt er að veiða og veiddar eru samkvæmt tilhlýðilegum reglugerðum. Slíkt vottorð var ekki gefið út árið 2022 en „mun verða gefið út í þessum mánuði“, sagði í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar.

Útflutningur er birtur á vef Hagstofunnar. Þar hafa nú verið birtar upplýsingar um fyrstu 11 mánuði síðasta árs. En það var í þeim tólfta, desember, sem hvalkjötið var flutt út til Japans.

„Samkvæmt birtingaráætlun Hagstofunnar verða upplýsingar um inn- og útflutning í desember 2022 birtar 31. janúar 2023,“ sagði í svari frá sérfræðingi Skattsins, sem tollurinn heyrir nú undir, við fyrirspurn Heimildarinnar. „Áður en til birtingar hagtalna kemur fyrir desember 2022 geta tollyfirvöld staðfest að hvalkjöt var flutt frá landinu í desember 2022. Útflutningurinn fór fram með skipi með skráð viðskiptaland Japan. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um heiti eða skráningu fars. Heildarbrúttóþyngd hvalkjötsins var 2.738.421 kg. og nettóþyngd 2.576.351 kg.“

Hvalur hf. fékk í byrjun júlí 2019 veiðileyfi til fimm ára og hefur því leyfi til veiða á næsta ári. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagðist í samtali við Morgunblaðið í haust ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að halda til veiða næsta sumar. Miðað við aðstæður nú væri það „sjálfsagt mál“. 

RáðherrannSvandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra.

En það finnst ekki öllum „sjálfsagt mál“ að halda hvalveiðum áfram. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði snemma á síðasta ári að sýna þyrfti fram á að það væri „efnahagslega réttlætanlegt“ að endurnýja veiðiheimildir til hvalveiða eftir að þær renna út í ár, þ.e. 2023. Hún sagði að í sögulegu samhengi hafi hvalveiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins og að orðsporsáhættan sem fylgi áframhaldandi veiðum sé talsverð. Engar veiðar á stórhvelum hefðu verið stundaðar í þrjú ár og að einfaldasta og líklegasta skýringin væri kannski sú að viðvarandi tap er af veiðunum.

Blekið var hins vegar vart orðið þurrt á síðum Morgunblaðsins sem birti þessi orð ráðherrans í aðsendri grein en að Kristján Loftsson tilkynnti að hvalveiðiskipin myndu enn á ný halda til veiða sumarið 2022. Sem þau og gerðu.

Kjarninn birti fjölda frétta af veiðunum sem samtökin Hard to Port fylgdust náið með. Nokkur fjöldi dýranna sem dregin voru dauð að landi í hvalstöðinni í Hvalfirði voru með fleiri en einn sprengiskutul í sér sem þýðir að sá fyrsti hefur geigað, ekki sprungið og dauðastríð dýranna því væntanlega lengst. Í einhverjum tilvikum voru dýrin hæfð í bægsli eða höfuðkúpu, þ.e. bein, og þá springur skutullinn ekki. Í öðrum tilvikum höfðu kelfdar kýr verið drepnar og fóstur þeirra skorin úr þeim í hvalstöðinni.

Fréttir af þessum aðförum urðu til þess að matvælaráðherra setti nýja reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum í byrjun ágúst. Frá þeim tíma var skylt að hafa veiðieftirlitsmenn um borð í veiðiferðum Hvals hf. Þannig á að reyna að tryggja að farið sé að lögum um velferð dýra.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár