Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jólaverslun í blóma en færri gefa fátækum börnum pakka

Mun færri jólapakk­ar handa börn­um sem al­ast upp í fá­tækt hafa ver­ið sett­ir und­ir tréð í Kringl­unni það sem af er að­ventu í ár sam­an­bor­ið við fyrri ár. Mark­aðs­stjóri Kringl­unn­ar seg­ir sam­drátt­inn að nálg­ast 40 pró­sent. Ís­lend­ing­ar hafa hins veg­ar ekki sleg­ið af í jóla­versl­un­inni því áætl­að er að heild­ar­velta smá­vöru­versl­ana verði ríf­lega 123 millj­arð­ar og að hin svo­kall­aða vísi­tölu­fjöl­skylda muni eyða að með­al­tali tæp­um 300 þús­und krón­um í jóla­hald­ið.

Jólaverslun í blóma en færri gefa fátækum börnum pakka
Markaðsstjóri Kringlunnar segir að mun færri hafi keypt aukagjöf en áður á aðventu og vonar að úr rætist svo að hægt verði að gefa öllum börnum jólagjöf. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það er síst skárra ástandið og er frekar að nálgast 40 prósenta samdrátt í framlögum á netinu og við tréð,“ sagði Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, í samtali við Stundina í byrjun vikunnar en hún hafði svarað því til fyrir helgi að þátttakan í söfnuninni væri 30 prósentum minni en áður. 

„Hækkun verðlags og óvissuþættir í efnahagsumhverfinu kunna að hafa þarna áhrif en við vonum að það rætist úr söfnuninni og við náum að tryggja öllum börnum jólagjöf,“  sagði hún. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarf kirkjunnar hafa undanfarin ár fengið pakkana og gefið þá áfram til barna sem búa við þröngan kost.  

Við biðlum til gesta að kaupa eina aukagjöf og setja við jólatréð í Kringlunni,“ segir Baldvina og bætir við að einnig sé hægt að styrkja söfnunina með framlögum í gegnum netið. Þá séu keyptar gjafir fyrir andvirði þess sem þar safnast og þær settar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár