Raunar má líka segja að Ragnar hafi klifið fjöll sem áttu að vera ókleif, líkt og þegar hann átti þrjár bækur í einu á metsölulista Der Spiegel, svo eitthvað sé nefnt, en líklega er það heimsmet. Rosalegar vinsældir íslenskra glæpasagna, bæði hér heima og erlendis, hafa umbreytt landslagi bókmenntanna – og að velta því fyrir sér er líklega hinn glæpsamlegi tilgangur þessa viðtals.
Mig langaði að hitta þau til að forvitnast hvort þau upplifi að hafa á einhvern hátt brotist inn í bókmenntirnar – jafnvel brotið og bramlað eitthvað með ísöxum. Eða hver eru áhrif glæpasögunnar?
Í síðasta blaði var Kjartan Örn Ólafsson í viðtali, en hann vann um árabil hjá Random House, auk þess að hafa árum saman starfað með föður sínum sem reyndi að búa til grundvöll fyrir glæpasögur á Íslandi með því að gefa út Arnald, á tíma þegar álitið var að glæpasögur gætu ekki sprottið úr …
Athugasemdir