Konur sem hér er rætt við eru á meðal þeirra þúsunda sem fá neyðaraðstoð hjá hjálparsamtökum á Íslandi fyrir jólin. Þær eru einstæðar mæður á örorkubótum eða endurhæfingarlífeyri og tilheyra því, samkvæmt skýrslu Barnaheilla, fjölskyldum sem eru sérlegar viðkvæmar fyrir fátækt og félagslegri einangrun.
Ein kvennanna sem rætt er við í blaðinu segir að kerfið grípi hana ekki þegar endurhæfingarlífeyririnn klárast um miðjan mánuð heldur séu það hjálparsamtök sem gefi henni mat síðustu dagana í mánuðinum en það eru nokkur samtök sem veita neyðaraðstoð árið um kring. Sú aðstoð færist mjög í aukana á aðventunni. Fyrir jól leita þúsundir til mæðrastyrksnefnda á að minnsta kosti þremur stöðum á landinu, til Hjálparstofnunar kirkjunnar, Fjölskylduhjálpar Íslands og fleiri samtaka sem gefa mat og jólagjafir.
Svo virðist sem fleiri hafi þurft á slíkri aðstoð að halda fyrir þessi jól en undanfarin ár.
„Það hafa aldrei fleiri umsóknir um aðstoð borist, en þær voru …
Athugasemdir (1)