Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Fátækar mæður í samfélagi allsnægta

Mæð­ur sem glíma við fá­tækt segja jól­in átak­an­leg­an tíma því þær geti lít­ið sem ekk­ert gef­ið börn­um sín­um. Til að sog­ast ekki inn í sorg vegna bágr­ar stöðu sinn­ar forð­ast þær um­fjöll­un fjöl­miðla sem þær segja snú­ast um fólk sem geri vel við sig og fjöl­skyld­ur sín­ar í að­drag­anda jóla. Fleiri hafa þurft neyð­ar­að­stoð hjálp­ar­sam­taka fyr­ir þessi jól en í fyrra.

Fátækar mæður í samfélagi allsnægta
Rætt er við tólf konur en níu þeirra eru einstæðar mæður og flestar á örorkulífeyri. Þær tilheyra því stærsta hópnum sem er í fátækt á Íslandi í dag. Konunum og börnum þeirra var á dögunum boðið á jólaball Pepp Ísland sem eru samtök fátæks fólks á Íslandi. Myndin var tekin af því tilefni en ekki áttu allar mæðurnar sem segja sögu sína heimangengt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Konur sem hér er rætt við eru á meðal þeirra þúsunda sem fá neyðaraðstoð hjá hjálparsamtökum á Íslandi fyrir jólin. Þær eru einstæðar mæður á örorkubótum eða endurhæfingarlífeyri og tilheyra því, samkvæmt skýrslu Barnaheilla, fjölskyldum sem eru sérlegar viðkvæmar fyrir fátækt og félagslegri einangrun.

Ein kvennanna sem rætt er við í blaðinu segir að kerfið grípi hana ekki þegar endurhæfingarlífeyririnn klárast um miðjan mánuð heldur séu það hjálparsamtök sem gefi henni mat síðustu dagana í mánuðinum en það eru nokkur samtök sem veita neyðaraðstoð árið um kring. Sú aðstoð færist mjög í aukana á aðventunni. Fyrir jól leita þúsundir til mæðrastyrksnefnda á að minnsta kosti þremur stöðum á landinu, til Hjálparstofnunar kirkjunnar, Fjölskylduhjálpar Íslands og fleiri samtaka sem gefa mat og jólagjafir.    

Svo virðist sem fleiri hafi þurft á slíkri aðstoð að halda fyrir þessi jól en undanfarin ár. 

„Það hafa aldrei fleiri umsóknir um aðstoð borist, en þær voru …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðrún Magnúsdóttir skrifaði
    Það er sorglegt að lesa frásagnir þessara kvenna og ég dregið þær ekki í efa en ég spyr : hvar eru feðurnir, greiða þeir ekki lögbundið með lag ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár