Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vendipunkts að vænta í kjaraviðræðunum í fyrramálið

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins fund­aði í kvöld um stöð­una í kjara­við­ræð­um. Formað­ur VR seg­ir að það ráð­ist fljótt í fyrra­mál­ið hvort at­vinnu­rek­end­ur sætt­ist á þá hug­mynda­fræði sem verka­lýðs­fé­lög­in vilji leggja upp með í við­ræð­un­um.

Vendipunkts að vænta í kjaraviðræðunum í fyrramálið
Ekki opin bók Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri SA, segir að ekki ætti að lesa neitt sérstakt í fund stjórnar samtakanna sem haldinn var í kvöld. Hann ætlar ekki að tjá sig um viðræðurnar í dag. Ragnar Þór segir ögurstund nálgast.

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hittist til skrafs og ráðagerðar í kvöld. Til umræðu er hvort og þá hvernig mæta eigi kröfum stéttarfélaganna sem þess dagana sitja gegnt þeim við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara um að kjarabótum verði ekki velt út í verðlag. 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtakanna, sagðist funda helst vikulega með stjórninni á meðan kjaraviðræðum stæði; ekki ætti að lesa neitt sérstakt í fundinn sem haldinn var í kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist aftur á móti eiga von á því að það skýrist tiltölulega snemma á morgun hvort náist saman um samning.

„Mér sýnist þetta ráðist fljótlega á morgun hvort það verði gerð atlaga að þessu eða ekki,“ segir Ragnar Þór við Stundina. 

Er úrslitastundin runnin upp?

„Mér finnst það bara blasa við.“ 

Verður að verja hækkanirnar

Ragnar Þór gerir ráð fyrir að stjórnarmenn Samtaka atvinnulífsins séu nú að gera upp við sig hvort látið verði reyna …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár