„Glæpirnir sem voru framdir snerta marga Íslendinga því um 80 börn voru ættleidd frá Sri Lanka á þessum tíma og þau eiga fjölskyldur og vinafólk sem er í sárum vegna málsins,“ segir Ingunn Unnsteinsdóttir Kristensen um ættleiðingar á börnum frá Sri Lanka á níunda áratug síðustu aldar, sem fjallað hefur verið um að undanförnu en nokkur þeirra hafa komist að því og greint frá í fjölmiðlum að ættleiðingapappírar þeirra séu falsaðir.
Ingunn, sem nýlega lauk doktorsprófi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og tók í nóvember við sem forstöðukona Opna háskólans við sama skóla, féllst á að segja sögu sína. Hún segist ekki hafa haft þörf fyrir að leita uppruna síns þótt hún skilji mætavel að fólk geri það. Hún hafi farið til Sri Lanka árið 2015 og fyrir tilviljun komist að því að ættleiðingapappírar hennar væru falsaðir.
Fyrir nokkrum dögum fékk hún upplýsingar sem benda til þess að …
Þegar héraðið er fundið er að tala við skattinn um stúlkur fæddar á sama ári en hafa aldrei skilað skattaskýslu, en skráðar lifandi. Ráða mann í að fara á síðasta heimilisfang. 4 á dag.