Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Svona eignast útgerðarmaður bæ

Nýr mið­bær hef­ur ris­ið á Sel­fossi á síð­ustu ár­um og stend­ur til að stækka hann enn frek­ar. Á bak við fram­kvæmd­irn­ar eru Leó Árna­son at­hafna­mað­ur og Kristján Vil­helms­son, stofn­andi Sam­herja. Um­svif þeirra á Sel­fossi eru mun meiri og snúa með­al ann­ars að áform­um um bygg­ingu 650 íbúða í bæn­um. Bæj­ar­full­trúi minni­hlut­ans, Arna Ír Gunn­ars­dótt­ir, seg­ir erfitt fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið að etja kappi við fjár­sterka að­ila og lýð­ræð­is­hall­inn sé mik­ill.

Svona eignast útgerðarmaður bæ
Miðbærinn og 650 íbúðir Nýi miðbærinn á Selfossi mun stækka enn meira í 12 til 13 milljarða framkvæmdum félags Kristjáns Vilhelmssonar í Samherja. Auk miðbæjarins stefnir fyrirtækið að því að standa að byggingu 650 nýrra íbúða á Selfossi. Mynd: Auðunn Níelsson

Árið 2016 seldi félag í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarmanns í Samherja, félagsmiðstöð og aðstöðu fyrir dagdvöl eldri borgara til Sveitarfélagsins Árborgar fyrir tæplega hálfan milljarð króna. Sveitarfélagið efndi ekki til útboðs um framkvæmdina, tæplega 1.000 fermetra viðbyggingu við íbúðir og félagsaðstöðu aldraðra á Austurvegi á Selfossi. Þegar kaupsamningurinn var gerður árið 2016 var félagsmiðstöðin óbyggð og var tekið fram í samningnum að verktakafyrirtækið Jáverk ætti að byggja hana. Á þessum tíma var Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta í Árborg. 

Þetta fyrirtæki Kristjáns, og Leó Árnasonar viðskiptafélaga hans, heitir Austurbær fasteignafélag. Þetta sama félag er stærsti hluthafinn í nýja miðbænum á Selfossi. Auk félagsmiðstöðvarinnar byggði Austurbær 54 íbúðir fyrir eldri borgara á nærliggjandi lóð og seldi svo á almennum markaði. 

Austurbær hagnaðist þannig bæði á því að byggja þjónustumiðstöðina fyrir sveitarfélagið sem og að geta tengt þá byggingu íbúðunum sem Austurbær seldi …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EV
    Emil Vals skrifaði
    Komið til Reykjanesbæjar, þar er gríðarleg vöntun á leiguhúsnæði. :/
    0
  • JV
    Júlía Valsdóttir skrifaði
    Er mjög ánægð með nýja miðbæinn á Selfossi og íbúðir aldraða eru mjög flottar og ég bý á Selfossi og er spennt að sjá meiri uppbyggingu í nýja miðbænum á Selfossi sem er mjög fallegur og er bæjarprýði
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Græðgin ríður ekki við einteyming.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Tómas boðaður í skýrslutöku vegna tilboðs Leós
FréttirSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Tóm­as boð­að­ur í skýrslu­töku vegna til­boðs Leós

Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi í Ár­borg, hef­ur ver­ið boð­að­ur í skýrslu­töku hjá embætti hér­aðssak­sókn­ara vegna frétta af til­boði sem hann fékk sem kjör­inn full­trúi. Til­boð­ið kom frá Leó Árna­syni fjár­festi og for­svars­manni Sig­túns þró­un­ar­fé­lags. Tóm­as seg­ir að er­indi skýrslu­tök­unn­ar sé að ræða um „mögu­legt mútu­brot“.
Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning
ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár