Við hvítt borð í annars alveg svörtum sal Listaháskóla Íslands situr hin ítalska Chiara Bersani, margverðlaunaður danshöfundur og dansari. Hún er komin til Íslands til að flytja verk sitt, Blíði einhyrningurinn, á Danshátíð Reykjavíkur. Af því tilefni var boðað til málþings helgað rannsóknum hennar og verkum. Þær snúa fyrst og fremst að hugtakinu um hinn pólitíska líkama og verkið er afurð þeirra rannsókna.
Bersani telur einhyrninginn fullkomna veru til að skoða hugtakið út frá. „Hann er fullkomið fórnarlamb fyrir hvern þann sem vill setja á hann meiningu,“ segir hún. Rétt eins og fólk hefur sett sína meiningu á hennar líkama og líkama sambærilegum hennar. Chiara er listakona með fötlun og með verkinu vill hún ljá einhyrningnum líkama sinn.
Einhyrninginn segir hún hvorki eiga samastað né sögu, hann hafa verið notaðan og misnotaðan af mönnum og sviptur réttinum til að tjá og skilgreina sig sjálfur. „Þú munt ekki skilgreina mig, ég …
Athugasemdir