Íran er afar víðáttumikið ríki og mestur hluti þess einkar hrjóstrugur. Fyrstu írönsku ríkin má segja að verði til í löngum fjallgarði austur af hinni frjósömu Mesópótamíu þar sem fljótin Efrat og Tígris falla til sjávar. Þar spruttu upp nokkur elstu menningarríki sögunnar, sannkölluð stórveldi sem höfðu margvísleg áhrif langt upp í fjöllin. Þegar fyrir 5.000 árum eru Elamítar komnir til skjalanna um miðbik fjallanna og nutu góðs af nábýli við Súmera í vestri.
Hin forna borg Súsa, sem tengist mjög sögu Persaveldis, er yfirleitt talin hafa verið stofnuð af Elamítum.
Grimmir Assýríumenn
Fyrir um 2.700 árum (eða á 8. öld fyrir upphaf tímatals okkar) voru nágrannar og frændur Elamíta í norðri, Medar, búnir að taka forystuna meðal þjóðanna sem byggðu Íran og töluðu íranskar tungur, ólíkt íbúum Mesópótamíu sem töluðu flestir akkadísk mál, en þau eru af semitískum uppruna.
Flest er raunar á huldu um Meda, þar sem þeir …
Athugasemdir (5)