Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi gekk undir heitinu COP 27 enda var hún sú tuttugasta og sjöunda í röð ráðstefna Loftslagssamningsins. Á ráðstefnunni í París 2015 komust þjóðir heims að samkomulagi um loftslagsmál sem sagt var marka tímamót í alþjóðasamstarfi í loftslagsmálum. Sjö árum og nokkrum loftslagsráðstefnum síðar er ljóst að enn eiga þjóðir heims langt í land með að ná þeim yfirlýstu markmiðum sínum að halda hlýnun jarðar vel undir tveimur gráðum á Celsíus.
Ráðstefnan í Sharm el-Sheikh stóð í tvær vikur og lauk á sunnudag, degi síðar en áætlað hafði verið því að erfiðlega gekk að ná endanlegu samkomulagi um aðgerðir til að takast á við hlýnun jarðar af mannavöldum. Fulltrúar Evrópuríkja lýstu svo nokkrir yfir óánægju með að ekki hafi tekist að semja um að draga enn frekar úr losun.
Þjóðarleiðtogar og ýmis félagasamtök hafa þó fagnað samkomulagi um stofnun sérstaks bótasjóðs til styrktar …
Athugasemdir (2)