Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Olíufyrirtæki sækja í sig veðrið á loftslagsráðstefnum

Aldrei hafa fleiri full­trú­ar olíu­fyr­ir­tækja sótt lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna en nú. Vild­ar­kjör á flug, drykk­ir í flösk­um frá risa­fyr­ir­tækj­un­um Coca Cola og Nestlé, sem skilja einna mest eft­ir sig af plast­meng­un, var selt á ráð­stefn­unni. Mörgu virð­ist ábóta­vant á ráð­stefnu sem ætti að vera til fyr­ir­mynd­ar í um­hverf­is­mál­um seg­ir vís­inda­fólk.

Olíufyrirtæki sækja í sig veðrið á loftslagsráðstefnum
Á ráðstefnuna í Egyptalandi mættu fleiri fulltrúar frá olíufyrirtækjum en nokkru sinni áður á COP ráðstefnur. Engin sendinefnd þeirra landa sem voru á ráðstefnunni var fjölmennari en hópurinn frá olíufyrirtækjunum ef frá eru taldir fulltrúar Egypta sem héldu ráðstefnuna.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi gekk undir heitinu COP 27 enda var hún sú tuttugasta og sjöunda í röð ráðstefna Loftslagssamningsins. Á ráðstefnunni í París 2015 komust þjóðir heims að samkomulagi um loftslagsmál sem sagt var marka tímamót í alþjóðasamstarfi í loftslagsmálum. Sjö árum og nokkrum loftslagsráðstefnum síðar er ljóst að enn eiga þjóðir heims langt í land með að ná þeim yfirlýstu markmiðum sínum að halda hlýnun jarðar vel undir tveimur gráðum á Celsíus. 

Ráðstefnan í Sharm el-Sheikh stóð í tvær vikur og lauk á sunnudag, degi síðar en áætlað hafði verið því að erfiðlega gekk að ná endanlegu samkomulagi um aðgerðir til að takast á við hlýnun jarðar af mannavöldum. Fulltrúar Evrópuríkja lýstu svo nokkrir yfir óánægju með að ekki hafi tekist að semja um að draga enn frekar úr losun.

Þjóðarleiðtogar og ýmis félagasamtök hafa þó fagnað samkomulagi um stofnun sérstaks bótasjóðs til styrktar …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Lena Magnúsdóttir skrifaði
    Þetta er rosalegt. Vonandi ná olíufurstarnir ekki aftur að drepa rafmagnsbílinn.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ætli orðið hræsni eigi ekki best við.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár