Samherjamálið í Namibíu er stærsta spillingarmál sem komið hefur upp bæði þar og á Íslandi. Málið hefur verið til rannsóknar undanfarin ár í báðum löndum og eru nú nítján einstaklingar með réttarstöðu sakbornings í því: Tíu í Namibíu og níu á Íslandi. Þeir grunuðu hafa setið í varðhaldi nær allar götur síðan Samherjaskjölin voru afhjúpuð.
Rannsókn málsins er lokið í Namibíu og eiga réttarhöldin í því að hefjast bráðlega. Hér á Íslandi hefur rannsókninni miðað vel áfram þrátt fyrir að Covid-faraldurinn hafi sett í strik í reikninginn og hægt nokkuð á henni. Hvað kemur út úr þessum dómsmálum er auðvitað óljóst á þessari stundu.
Sakborningarnir í málinu, bæði á Íslandi og í Namibíu, eru allt frá því að vera háttsettir ráðamenn sem grunaðir eru um að hafa skipulagt mútugreiðslurnar, niður í að vera tiltölulega lágt settir aðilar sem komu að málinu með einhverjum hætti.
Í þessum hópi eru …
Athugasemdir (1)