„Ég sá plakat í lyftunni hérna frammi áðan þar sem kom fram að við hefðum spilað hér 2008 en ég mundi alls ekkert eftir því. Oft þekki ég ekki tónleikastaðina fyrr en ég er kominn inn í búningsherbergið okkar. Þannig var það áðan,“ segir Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, þar sem hann hefur komið sér vel fyrir í búningsherbergi sveitarinnar í AFAS LIVE höllinni í Amsterdam síðdegis 1. nóvember. Það eru tæpir tveir tímar í tónleika Sigur Rósar. Georg drekkur svart te, Jónsi er að leggja sig, Kjartan var á rölti um gangana, virtist afar afslappaður, en Óla trommara var hvergi að sjá fyrir tónleikana. En allir voru þeir að undirbúa sig fyrir þriggja tíma gigg á sviðinu. Hver með sínum hætti.
Tveimur tímum fyrir tónleika er komin …
Athugasemdir