<span>Skýrslutaka yfir föður ríkislögreglustjóra:</span> „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“
Leynihólf í eldhúsinnréttingunni Við húsleit og skýrslutöku yfir Guðjóni sagðist hann ekkert hafa að fela og aldrei hafa heyrt á menn sem handteknir voru vegna hryðjuverkaógnar minnst. Hann vísaði lögreglu á leynihólf í eldhúsinnréttingu á heimili sínu. Ekki kemur fram í skýrslu yfir Guðjóni hvort eitthvað fannst í því leynihólfi. Mynd: Stundin
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Skýrslutaka yfir föður ríkislögreglustjóra: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“

Menn sem grun­að­ir eru um að hafa ver­ið að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi báru við yf­ir­heyrsl­ur að hálf­sjálf­virkt skot­vopn í þeirra fór­um væri feng­ið frá Guð­jóni Valdi­mars­syni, vopna­sala og föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá hefði Guð­jón keypt þrívídd­ar­prent­að skot­vopn af ein­um mann­anna. Guð­jón sagði við skýrslu­töku að ann­að hvort hefðu lög­reglu­menn ekki kynnt sér ætt­artengsl hans eða ver­ið væri að reyna að koma höggi á rík­is­lög­reglu­stjóra. Stund­in hef­ur skýrsl­una und­ir hönd­um.

Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og vopnasali, var í yfirheyrslum yfir mönnum sem grunaðir eru um að hafa haft hryðjuverk í undirbúningi, sagður hafa lánað frá sér hálfsjálfvirkt skotvopn sem mennirnir höfðu undir höndum. Þá var hann einnig sagður hafa keypt þrívíddarprentaða byssu af mönnunum og greitt fyrir það 400 þúsund krónur í reiðufé.

Þessu öllu hafnaði Guðjón staðfastlega í skýrslutöku hjá lögreglu, sem tekin var á heimili Guðjóns á sama tíma og húsleit fór þar fram. Fullyrt hefur verið að tugir vopna sem hann gat ekki gert grein fyrir hafi fundist við þá húsleit.

Guðjón vísaði ítrekað til dóttur sinnar, Ríkislögreglustjórans, í skýrslutökunni og sagði að ef lögreglumennirnir hefðu vitað um tengsl þeirra hefðu þeir aldrei komið á heimili hans.

„(N)ema það sé bara einhver hefndarráðstöfun gagnvart dóttur minni. Það er eina sem ég get séð út úr þessu, því ég hef ekkert að fela,“ sagði Guðjón …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Engu líkara en hér hafi verið gripið í punginn á mafíunni
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Hvernig voru öll þessi skotfæri flutt inn fleiri þúsund byssuskot framhjá tollinum?
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mér er öllun lokið. Í flestum réttarríkjum er skýrslu sem tekin er af lögreglunni haldið leyndri uns réttarhöld fara fram. Hér er skýrslan gerð opinber í fjölmiðlum og það er varla hægt nema að lögreglan sjálf standi á bak við. Er það tilgangurinn að eyðilegga framburðinn þannig að ekki sé hægt að nota hann fyrir rétti? Er lögreglan að hylma yfir eitthvað? Er hún að leggja grunninn að því að maðurinn verði ekki ákærður? Niðurstöður lögreglurannsóknar eiga að koma fram við opinber réttarhöld ekki fyrr.
    Sá seki á rétt á friðhelgi svo lengi sem hann er ekki dæmdur. Það verður að fara fram rannsókn á því hverning þetta mál komst í fjölmiðla. Fjölmiðlarninr hafa enga sök - þeir eiga að birta þær upplýinga sem þeir fá.
    1
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Hljóta að vera helgustu vé mafíunnar sem eru kominn þarna upp á yfirborðið. Kókaín kafboys?_Uhuhhu
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hryðjuverkaógn á Íslandi

Flest vopnanna sem haldlögð hafa verið í rannsókn á hryðjuverkaógn löglega skráð
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Flest vopn­anna sem hald­lögð hafa ver­ið í rann­sókn á hryðju­verka­ógn lög­lega skráð

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur sagt sig frá rann­sókn­inni vegna fjöl­skyldu­tengsla við ein­stak­ling sem hef­ur ver­ið nefnd­ur í tengsl­um við rann­sókn lög­reglu á ætl­aðri skipu­lagn­ingu hryðju­verka. Gæslu­varð­halds­úrskurð­ur yf­ir öðr­um mann­anna sem sit­ur í varð­haldi vegna máls­ins hef­ur ver­ið fram­lengd­ur um viku.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár