Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og vopnasali, var í yfirheyrslum yfir mönnum sem grunaðir eru um að hafa haft hryðjuverk í undirbúningi, sagður hafa lánað frá sér hálfsjálfvirkt skotvopn sem mennirnir höfðu undir höndum. Þá var hann einnig sagður hafa keypt þrívíddarprentaða byssu af mönnunum og greitt fyrir það 400 þúsund krónur í reiðufé.
Þessu öllu hafnaði Guðjón staðfastlega í skýrslutöku hjá lögreglu, sem tekin var á heimili Guðjóns á sama tíma og húsleit fór þar fram. Fullyrt hefur verið að tugir vopna sem hann gat ekki gert grein fyrir hafi fundist við þá húsleit.
Guðjón vísaði ítrekað til dóttur sinnar, Ríkislögreglustjórans, í skýrslutökunni og sagði að ef lögreglumennirnir hefðu vitað um tengsl þeirra hefðu þeir aldrei komið á heimili hans.
„(N)ema það sé bara einhver hefndarráðstöfun gagnvart dóttur minni. Það er eina sem ég get séð út úr þessu, því ég hef ekkert að fela,“ sagði Guðjón …
Sá seki á rétt á friðhelgi svo lengi sem hann er ekki dæmdur. Það verður að fara fram rannsókn á því hverning þetta mál komst í fjölmiðla. Fjölmiðlarninr hafa enga sök - þeir eiga að birta þær upplýinga sem þeir fá.