Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Gríðarleg fjölgun tilkynninga um nauðganir

Að jafn­aði var til­kynnt um 21 nauðg­un á mán­uði fyrstu sex mán­uði árs­ins. Mik­il aukn­ing hef­ur orð­ið á til­kynn­ing­um um kyn­ferð­is­lega áreitni og brot gegn kyn­ferð­is­legri frið­helgi. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu rík­is­lög­reglu­stjóra um kyn­ferð­is­brot.

Gríðarleg fjölgun tilkynninga um nauðganir
125 tilkynningar Íslensku lögreglunni bárust 125 tilkynningar um nauðganir á fyrstu sex mánuðum ársins. Mynd: Eyþór Árnason

Lögreglu bárust tilkynningar um 125 nauðganir á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er 25 prósent fjölgun í tilkynningum frá árinu 2021. Að jafnaði var tilkynnt um 21 nauðgun á mánuði á tímabilinu. Þá hefur orðið mikil aukning á tilkynningum um kynferðislega áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Þar kemur fram að ef tilkynningar til lögreglunnar fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs eru bornar saman við síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent.

Af þeim 125 tilkynningum sem um ræðir áttu 83 þeirra sér stað á umræddu sex mánaða tímabili. Það jafngildir því að tilkynnt hafi verið um 14 nauðganir á mánuði og samsvarar það 1 prósents fækkun frá sama tíma í fyrra. Fjöldi grunaðra í nauðgunarmálum var 148, þar af 143 karlmenn og 5 konur.

Í heild var tilkynnt um 328 kynferðisbrot á tímabilinu sem er nokkru minna en á sama tímabili í fyrra en þá var tilkynnt um 358 kynferðisbrot á sama tímabili. Það jafngildir um 9 prósenta fækkun tilkynninga milli ára. Hins vegar er það um 5 prósenta fjölgun á skráningum ef miðað er við meðaltal síðustu þriggja ára á undan.

Tilkynningum um kynferðislega áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi fjölgaði milli ára og voru þau 64 á tímabilinu. Að jafnaði var tilkynnt um 36 slík brot á sama tímabili síðustu þrjú ár þar á undan og er aukningin á tilkynningum því um 78 prósent.

Tilkynnt var um 63 kynferðisbrot gegn börnum á fyrri hluta ársins, sem er nokkru færra en árið 2021 þegar tilkynnt var um 84 slík brot. Að meðaltali var tilkynnt um 68 slík brot á þriggja ára tímabili þar á undan.

Fjöldi grunaðra í öllum kynferðisbrotum á fyrstu sex mánuðum ársins var 272, 95 prósent þeirra karlmenn. Þriðjungur þeirra var undir 25 ára aldri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár