Tvö ár eru síðan frystitogarinn Júlíus Geirmundsson kom í land á Ísafirði eftir sögulega sjóferð. Af 25 manna áhöfn reyndust allir nema þrír hafa smitast af Covid þær rúmu þrjár vikur sem skipið hafði verið á sjó.
Smám saman fóru að kvisast út frásagnir af því hvernig skipverjar höfðu lagst veikir hver á fætur öðrum, og margir legið illa haldnir jafnvel svo dögum skipti. Á meðan hafi félagar þeirra reynt að halda vinnslunni um borð gangandi, veikir.
Allan túrinn var skipverjum ítrekað sagt að skipstjórinn væri í nær daglegu sambandi við lækni, sem segði enga hættu á ferðum. Veikindin væru flensa. Við skýrslutökur hjá lögreglu kom hins vegar fram að einu daglegu samskipti skipstjórans í land voru við yfirmenn útgerðar skipsins, Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal. Skipstjórinn hefði einungis einu sinni rætt við lækni sem lýsti samtalinu með allt öðrum hætti.
Frásagnir af raunum skipverjanna vöktu hörð viðbrögð í …
Athugasemdir (3)