Fyrri aukaspurning:
Myndin hér að ofan sýnir umslag plötu sem hljómsveit ein sendi frá sér fyrir rúmum 50 árum. Albúmið er augljóslega skopstæling af innra byrði albúms Bítlanna, Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band. En hvaða tónlistarmaður var prímus mótor hljómsveitarinnar sem sendi frá þessa plötu með skotstælingunni? — Og svo er í boði hippastig ef þið vitið hvað þessi plata heitir.
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða á fellur til sjávar milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar?
2. Hvaða fræga opinbera stofnun er til húsa á eða rétt við Eyrarbakka?
3. Hver sagði nýlega af sér sem forseti ASÍ?
4. Hnappadalur er á mótum tveggja héraða á Íslandi, má segja. Hver eru þau? — og nefna þarf bæði rétt til að fá stig.
5. Sumargleðin var hópur skemmtikrafta sem fór um landið á sumrin í rúman áratug beggja vegna við 1980. Þar komu ýmsir við sögu en hvaða hljómsveit var hryggjarstykkið í gleðinni?
6. Daníel, Jóel, Jónas, Amos og Óbadía — hverjir voru þeir?
7. Hvað heitir sjöunda stúdóplata Beyoncé sem út kom í lok júlí?
8. Undir hvaða gælunafni er Sverrir Þór Sverrisson þekktastur?
9. Hvaða hét aðstoðarforingi breska lögregluvarðstjórans Morse í rómuðum seríum um þann síðarnefnda, en aðstoðarmaðurinn fékk seinna sína eigin sjónvarpsseríu þar sem hann leysti erfið sakamál upp á eigin spýtur?
10. Í hvaða borg á Englandi áttu þeir að vera við störf, bæði Morse og aðstoðarmaður hans?
***
Seinni aukaspurning:
Hér má sjá aðalleikkonuna í sjónvarpsseríu íslenskri sem sýnd var fyrr á árinu. Hvað heitir serían?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Ölfusá.
2. Fangelsið að Litla-Hrauni.
3. Drífa Snædal.
4. Snæfellsness og Mýra. Í nafni umburðarlyndis og friðar millum allra manna gef ég líka rétt að þessu sinni fyrir Borgarfjörð — í seinna tilfellinu.
5. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar.
6. Þeir eru meðal spámanna Gamla testamentisins.
7. Renaissance.
8. Sveppi.
9. Lewis.
10. Oxford.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá hljómsveitina The Mothers of Invention sem Frank Zappa hélt úti. Hann er lengst til vinstri á myndinni. Platan heitir We're Only In It For The Money.
Á neðri myndinni er skjáskot úr seríunni Svörtu sandar.
Athugasemdir