Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

841. spurningaþraut: Hver hitti Kennedy árið 1961?

841. spurningaþraut: Hver hitti Kennedy árið 1961?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir fjallið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á dögunum gerði bandaríska alríkislögreglan húsleit á heimili Donalds Trumps. Hvað heitir það heimili?

2.  Og í hvaða ríki Bandaríkjanna er það?

3.  Söngkonan Olivia Newton-John andaðist á dögunum. Í hvaða landi fæddist hún og bjó framan af?

4.  Afi hennar í móðurætt hét Max Born og var merkismaður sem fékk ákveðna mjög eftirsótta viðurkenningu. Hver var sú viðurkenning?

5.  Hvaða eyja var eitt sinn kölluð Formósa?

6.  Frá hvaða landi er fótboltapilturinn Erling Haaland?

7.  Atlantis er þjóðsagnakennt land. Í riti eftir hvern var Atlantis fyrst nefnt til sögunnar?

8.  Baleraeyjar eru fjórar helstar. Allir ættu að geta nefnt þrjár þeirra. Það dugar fyrir heilu stigi! En sá sem getur auk þess nefnt hina fjórðu, hún eða hann fær að auki sérstakt sólbaðsstig.

9.  Hvaða íslenska söngkona kom árið 1991 fram með The Human Body Percussion Ensamble þar sem leikið var á mannslíkamann, auk ýmissa óhefðbundinna hljóða sem tríóið gaf frá sér?

10.  Hvaða þéttbýlisstaður hefur gjarnan verið nefndur höfuðstaður Norðurlands?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan sem hér er á mynd með John F. Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseta? Myndin var tekin 1961.

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Mar-a-lago.

2.  Flórída.

3.  Bretlandi.

4.  Nóbelsverðlaun.

5.  Taívan.

6.  Noregi.

7.  Platon.

8.  Mallorca, Menorca, Ibiza — og Formentera.

9.  Ragnhildur Gísladóttir.

10.  Akureyri.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Everest fjall.

Á neðri myndinni er Nancy Pelosi. Hún hét að vísu Nancy D'Alesandro þegar myndin er tekin en við eltum ekki ólar við það að þessu sinni. Leggið hins vegar nafnið á minnið. Það gæti hugsanlega gefið lárviðarstig í spurningaþraut 4.345 eða þar um bil!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár