Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir fjallið á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Á dögunum gerði bandaríska alríkislögreglan húsleit á heimili Donalds Trumps. Hvað heitir það heimili?
2. Og í hvaða ríki Bandaríkjanna er það?
3. Söngkonan Olivia Newton-John andaðist á dögunum. Í hvaða landi fæddist hún og bjó framan af?
4. Afi hennar í móðurætt hét Max Born og var merkismaður sem fékk ákveðna mjög eftirsótta viðurkenningu. Hver var sú viðurkenning?
5. Hvaða eyja var eitt sinn kölluð Formósa?
6. Frá hvaða landi er fótboltapilturinn Erling Haaland?
7. Atlantis er þjóðsagnakennt land. Í riti eftir hvern var Atlantis fyrst nefnt til sögunnar?
8. Baleraeyjar eru fjórar helstar. Allir ættu að geta nefnt þrjár þeirra. Það dugar fyrir heilu stigi! En sá sem getur auk þess nefnt hina fjórðu, hún eða hann fær að auki sérstakt sólbaðsstig.
9. Hvaða íslenska söngkona kom árið 1991 fram með The Human Body Percussion Ensamble þar sem leikið var á mannslíkamann, auk ýmissa óhefðbundinna hljóða sem tríóið gaf frá sér?
10. Hvaða þéttbýlisstaður hefur gjarnan verið nefndur höfuðstaður Norðurlands?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir konan sem hér er á mynd með John F. Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseta? Myndin var tekin 1961.
***
Svör við aukaspurningum:
1. Mar-a-lago.
2. Flórída.
3. Bretlandi.
4. Nóbelsverðlaun.
5. Taívan.
6. Noregi.
7. Platon.
8. Mallorca, Menorca, Ibiza — og Formentera.
9. Ragnhildur Gísladóttir.
10. Akureyri.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Everest fjall.
Á neðri myndinni er Nancy Pelosi. Hún hét að vísu Nancy D'Alesandro þegar myndin er tekin en við eltum ekki ólar við það að þessu sinni. Leggið hins vegar nafnið á minnið. Það gæti hugsanlega gefið lárviðarstig í spurningaþraut 4.345 eða þar um bil!
Athugasemdir