Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

840. spurningaþraut: Þemaþraut um gamlar höfuðborgir

840. spurningaþraut: Þemaþraut um gamlar höfuðborgir

Nú skal spurt um gamlar höfuðborgir ýmissa ríkja.

Fyrri aukaspurning:

Þessi mynd er frá fornri höfuðborg í ríki einu, ekki allfjarri oss. Hvað heitir ríkið það?

***

Aðalspurningar:

1. Rio de Janeiro var höfuðborg í hvaða landi?

2. Konstantínópel var lengi höfuðborg í tveimur miklum og langlífum ríkjum. Hvaða ríki voru það? Hafa þarf bæði rétt.

3. Bonn hét höfuðborgin í ríki sem ævinlega var kallað ... hvað?

4.  Marrakesj var einu sinni höfuðborg í ákveðnu ríki. Hvaða ríki?

5.  Þeba var fyrir ansi löngu höfuðborg í ... hvaða landi?

6.  Lagos er risastór borg, eða öllu heldur samsafn borga, sem var til 1976 höfuðborg ... hvar?

7.  Frá 538 til 525 fyrir Krist, þá var Súsa höfuðborg í ... hvaða ríki?

8.  Karatsí var höfuðborg í landi einu til 1959 þegar höfuðborgin var flutt til Rawalindi en var svo flutt þaðan til enn einnar borgar árið 1967. Hvaða land er þetta?

9.  Saigon var til ársins 1975 höfuðborg í ríki einu sem kallað var ... hvað?

10.  Vichy var í nokkur misseri á 20. öld höfuðborg í ... ja, í eða á hverju?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi mynd var tekin í borg sem var töluvert fram á 20. öld höfuðborg í ... hvaða ríki?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Brasilíu.

2.  Rómverska ríkið (gef rétt líka fyrir „austurrómverska ríkið“ eða Býsans, þótt ríkið hafi alls ekki heitið það) og síðan Tyrkjaveldi Ottómana. (Það er misskilningur ef einhver telur að Tyrkir hafi strax rokið til og skírt borgina Istanbul þegar þeir náðu henni á 15. öld. Það gerðist ekki formlega fyrr en 1930.)

3.  Vestur-Þýskaland.

4.  Marokkó.

5.  Egiftalandi.

6.  Nígeríu.

7.  Persaveldi.

8.  Pakistan.

9.  Suður Víetnam.

10.  Hluta Frakklands í síðari heimsstyrjöld.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Bergen sem einu sinni var höfuðborg Noregs.

Neðri myndin er tekin í St. Pétursborg sem einu sinni var höfuðborg Rússlands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
2
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
6
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár