Nú skal spurt um gamlar höfuðborgir ýmissa ríkja.
Fyrri aukaspurning:
Þessi mynd er frá fornri höfuðborg í ríki einu, ekki allfjarri oss. Hvað heitir ríkið það?
***
Aðalspurningar:
1. Rio de Janeiro var höfuðborg í hvaða landi?
2. Konstantínópel var lengi höfuðborg í tveimur miklum og langlífum ríkjum. Hvaða ríki voru það? Hafa þarf bæði rétt.
3. Bonn hét höfuðborgin í ríki sem ævinlega var kallað ... hvað?
4. Marrakesj var einu sinni höfuðborg í ákveðnu ríki. Hvaða ríki?
5. Þeba var fyrir ansi löngu höfuðborg í ... hvaða landi?
6. Lagos er risastór borg, eða öllu heldur samsafn borga, sem var til 1976 höfuðborg ... hvar?
7. Frá 538 til 525 fyrir Krist, þá var Súsa höfuðborg í ... hvaða ríki?
8. Karatsí var höfuðborg í landi einu til 1959 þegar höfuðborgin var flutt til Rawalindi en var svo flutt þaðan til enn einnar borgar árið 1967. Hvaða land er þetta?
9. Saigon var til ársins 1975 höfuðborg í ríki einu sem kallað var ... hvað?
10. Vichy var í nokkur misseri á 20. öld höfuðborg í ... ja, í eða á hverju?
***
Seinni aukaspurning:
Þessi mynd var tekin í borg sem var töluvert fram á 20. öld höfuðborg í ... hvaða ríki?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Brasilíu.
2. Rómverska ríkið (gef rétt líka fyrir „austurrómverska ríkið“ eða Býsans, þótt ríkið hafi alls ekki heitið það) og síðan Tyrkjaveldi Ottómana. (Það er misskilningur ef einhver telur að Tyrkir hafi strax rokið til og skírt borgina Istanbul þegar þeir náðu henni á 15. öld. Það gerðist ekki formlega fyrr en 1930.)
3. Vestur-Þýskaland.
4. Marokkó.
5. Egiftalandi.
6. Nígeríu.
7. Persaveldi.
8. Pakistan.
9. Suður Víetnam.
10. Hluta Frakklands í síðari heimsstyrjöld.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin er tekin í Bergen sem einu sinni var höfuðborg Noregs.
Neðri myndin er tekin í St. Pétursborg sem einu sinni var höfuðborg Rússlands.
Athugasemdir