Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

840. spurningaþraut: Þemaþraut um gamlar höfuðborgir

840. spurningaþraut: Þemaþraut um gamlar höfuðborgir

Nú skal spurt um gamlar höfuðborgir ýmissa ríkja.

Fyrri aukaspurning:

Þessi mynd er frá fornri höfuðborg í ríki einu, ekki allfjarri oss. Hvað heitir ríkið það?

***

Aðalspurningar:

1. Rio de Janeiro var höfuðborg í hvaða landi?

2. Konstantínópel var lengi höfuðborg í tveimur miklum og langlífum ríkjum. Hvaða ríki voru það? Hafa þarf bæði rétt.

3. Bonn hét höfuðborgin í ríki sem ævinlega var kallað ... hvað?

4.  Marrakesj var einu sinni höfuðborg í ákveðnu ríki. Hvaða ríki?

5.  Þeba var fyrir ansi löngu höfuðborg í ... hvaða landi?

6.  Lagos er risastór borg, eða öllu heldur samsafn borga, sem var til 1976 höfuðborg ... hvar?

7.  Frá 538 til 525 fyrir Krist, þá var Súsa höfuðborg í ... hvaða ríki?

8.  Karatsí var höfuðborg í landi einu til 1959 þegar höfuðborgin var flutt til Rawalindi en var svo flutt þaðan til enn einnar borgar árið 1967. Hvaða land er þetta?

9.  Saigon var til ársins 1975 höfuðborg í ríki einu sem kallað var ... hvað?

10.  Vichy var í nokkur misseri á 20. öld höfuðborg í ... ja, í eða á hverju?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi mynd var tekin í borg sem var töluvert fram á 20. öld höfuðborg í ... hvaða ríki?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Brasilíu.

2.  Rómverska ríkið (gef rétt líka fyrir „austurrómverska ríkið“ eða Býsans, þótt ríkið hafi alls ekki heitið það) og síðan Tyrkjaveldi Ottómana. (Það er misskilningur ef einhver telur að Tyrkir hafi strax rokið til og skírt borgina Istanbul þegar þeir náðu henni á 15. öld. Það gerðist ekki formlega fyrr en 1930.)

3.  Vestur-Þýskaland.

4.  Marokkó.

5.  Egiftalandi.

6.  Nígeríu.

7.  Persaveldi.

8.  Pakistan.

9.  Suður Víetnam.

10.  Hluta Frakklands í síðari heimsstyrjöld.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin í Bergen sem einu sinni var höfuðborg Noregs.

Neðri myndin er tekin í St. Pétursborg sem einu sinni var höfuðborg Rússlands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár