Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

838. spurningaþraut: Rama eða 'Oumuamua?

838. spurningaþraut: Rama eða 'Oumuamua?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét útgerðarfyrirtæki Thor Jensens og sona hans?

2.  Hvað nefnist fyrsta kirkjan á Grænlandi — ef trúa skal heimildum?

3.  Úr hvaða meginjökli á Íslandi falla skriðjöklarnir Morsárjökull, Brúarjökull, Rjúpnabrekkujökull og Hrútárjökull?

4.  Árið 2017 uppgötvaðist fyrirbæri sem sumir vildu í byrjun nefna Rama en fékk á endanum nafnið 'Oumuamua. 'Oumuamua er allt að 1.000 metra langt en annars er flest á huldu um það. En hvað er þó vitað?

5.  Og meðal annarra orða — úr tungumáli íbúa á hvaða eyjaklasa er heiti fyrirbærisins 'Oumuamua komið?

6.  Hvað er merkilegt við kött Schrödingers?

7.  Kötturinn er kenndur við Erwin Schrödinger sem var afar merkilegur maður á sínu sviði. Löngu eftir að hann dó 1961 kom á daginn að Schrödinger átti sér einnig aðra hlið. Hver var hún?

8.  Hver eru tvö algengustu frumefnin í mannslíkama?

9.  Hvað heitir skákfélagið sem Hrafn Jökulsson hefur haldið úti af miklum eldmóði árum saman?

10.  Árið 1982 var frumsýnd gríðarlega vinsæl og áhrifamikil science-fiction bíómynd af nafni Blade Runner. Hver leikstýrði henni?

***

Seinni aukaspurning:

Fáni hvaða ríkis er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kveldúlfur.

2.  Þjóðhildarkirkja.

3.   Vatnajökli.

4.  Einhvers konar fyrirbæri sem kemur úr öðru sólkerfi og sveiflaðist um sólu. Hugsanlega (en ekki líklega) einhvers konar vél.

5.  Orðið er úr máli íbúa á Havaí.

6.  Hann virðist vera dauður og lifandi á sama tíma.

7.  Hann var barnaníðingur, níddist á ungum stúlkum.

8.  Súrefni og vetni — saman í formi vatns.

9.  Hrókurinn.

10.  Ridley Scott.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ginger Rogers í einni af fjölmörgum bíómyndum sínum með Fred Astaire.

Á neðri myndinni er fáni Ítalíu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár