Kvikugangur í framhaldi af gossprungunni í Meradölum liggur undir landsvæðinu norðaustur af sprungunni og líklega í beinu framhaldi af henni. Fólk sem er á ferli þar getur átt von á því að nýjar gossprungur opnist með glóandi hrauni án fyrirvara.
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur benti á það í dag að vísbendingar væru um að sprungan myndi opnast til norðurs og rennsli gæti aukist.
„Svo er náttúrulega ekki víst að þetta sé endahnykkurinn,“ sagði Magnús Tumi í samtali við hádegisfréttir RÚV. „Það er möguleiki, sem er ekki hægt að útiloka, að sprungan muni lengjast til norðurs. Það eru hreyfingar þar oghafa verið hreyfingar þar. En það mun skýrast á næstu dögum, hvort gosið er að valda því að þrýstingur er að lækka þarna eða hvort hann er ennþá vaxandi á einhverjum hluta sprungunnar.“
Gosið er kraftmeira en síðasta gos, …
Athugasemdir