Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hér er sérstakt hættusvæði hjá eldgosinu

Göngu­leið að eld­gos­inu ligg­ur yf­ir áætl­að­an kviku­gang þar sem þyk­ir mögu­legt að hraun geti kom­ið upp úr jörðu með litl­um fyr­ir­vara.

Hér er sérstakt hættusvæði hjá eldgosinu
Gossprungan og líklegur kvikugangur Ljósmyndin er Almannavarna frá því í gær en áætluðum kvikugangi hefur verið bætt gróflega við á þeim forsendum að hann liggi í beinu framhaldi af gossprungunni. Gosop geta þó opnast víðar. Mynd: Almannavarnir

Kvikugangur í framhaldi af gossprungunni í Meradölum liggur undir landsvæðinu norðaustur af sprungunni og líklega í beinu framhaldi af henni. Fólk sem er á ferli þar getur átt von á því að nýjar gossprungur opnist með glóandi hrauni án fyrirvara.

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur benti á það í dag að vísbendingar væru um að sprungan myndi opnast til norðurs og rennsli gæti aukist. 

„Svo er náttúrulega ekki víst að þetta sé endahnykkurinn,“ sagði Magnús Tumi í samtali við hádegisfréttir RÚV. „Það er möguleiki, sem er ekki hægt að útiloka, að sprungan muni lengjast til norðurs. Það eru hreyfingar þar oghafa verið hreyfingar þar. En það mun skýrast á næstu dögum, hvort gosið er að valda því að þrýstingur er að lækka þarna eða hvort hann er ennþá vaxandi á einhverjum hluta sprungunnar.“

Gosið er kraftmeira en síðasta gos, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár