Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

836. spurningaþraut: Jarðskjálftar, landafræði, Kristín Rós

836. spurningaþraut: Jarðskjálftar, landafræði, Kristín Rós

Fyrri aukaspurning:

Hvaða tónlistarmaður gaf út plötu með þessu albúmi?

***

Aðalspurningar:

1.  Mannskæðasti jarðskjálfti sögunnar varð — eftir því sem best er vitað — árið 1556 og þá dóu 830.000 manns. Í hvaða landi varð þessi ógurlegi skjálfti?

2.  Ekki eru nema tólf ár síðan fimmti mannskæðasti jarðskjálfti sögunnar reið yfir en 2010 er talið að rúmlega 222.000 manns hafi dáið eftir mikinn skjálfta ... hvar?

3.  Flest er í rauninni á huldu um fæðingu Jesúa frá Nasaret. En sé miðað við fyrirliggjandi heimildir (vissulega óáreiðanlegar) á hvaða ári giska þá flestir fræðimenn á að Jesúa hafi fæðst? Er það 14 fyrir Krist, 4 fyrir Krist, 4 eftir Krist eða 14 eftir Krist?

4.  Um það bil sem Jesúa var handtekinn, dæmdur og tekinn af lífi, hverjir urðu þá vinir?

5.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Kósóvó?

6.  Í hvaða heimshluta — þokkalega nákvæmlega — er Gullni þríhyrningurinn svo kallaði?

7. Bob Odenkirk lék lögfræðing í mörgum þáttum af hinni vinsælu sjónvarpsseríu Breaking Bad. Síðan fékk sá lögfræðingur sína eigin seríu sem varð næstum jafn vinsæl og aftur lék Odenkirk lögfræðinginn. Hvað heitir þessi seinni sería?

8.  Kristín Rós Hákonardóttir var margfaldur heimsmethafi og margfaldur verðlaunahafi á Ólympíumóti fatlaðra, en í hvaða grein?

9.  Shawn Corey Carter heitir bandarískur tónlistarmaður, sem er reyndar kunnur undir allt öðru nafni. Hann er líka kunnur fyrir að vera vel kvæntur en konan hans er líka tónlistarmaður og enn frægari en hann núorðið. Undir hvaða nafni er Shawn Corey Carter kunnur?

10.  Í Evrópu eru þrjú sjálfstæð landlukt ríki sem eiga aðeins landamæri að tveim öðrum ríkjum. Hver eru þau? Þið fáið stig fyrir að hafa tvö rétt, en lárviðarstig fyrir öll þrjú.

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða borg sést þarna? Athugið að myndin er kannski ekki öll þar sem hún er séð.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kína.

2.  Haítí.

3.  4 fyrir Krist.

4.  Heródes og Pílatus.

5.  Evrópu.

6.  Suðaustur-Asíu. Asía dugar ekki ein og sér. Það má líka nefna Taíland, Laos og Míanmar.

7.  Better Call Saul.

8.  Sundi.

9.  Jay-Z.

10.  Andorra (Spánn og Frakkland), Liechtenstein (Sviss og Austurríki), Moldova (Rúmenía og Úkraína).

***

Svör við aukaspurningum:

Á eftir myndinni er umslag plötunnar Purple Rain með Prince.

Á neðri myndinni má sjá Kæró í Egiftalandi en pídamídarnir voru fjarlægðir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár