Hvert hitametið á fætur öðru hefur fallið víða um heim síðustu vikur.
Hæsti hitinn sem mælst hefur á byggðu bóli það sem af er sumri eru 48,7 gráður. Það var í Suðaustur-Íran í vikunni.
Þá hefur hiti farið í 45 gráður í Xinjiang-héraði í Kína en þar búa um 25 milljónir manna. Gríðarlega heitt hefur verið í Mið-Asíu þó minna hafi verið fjallað um það í fjölmiðlum á Vesturlöndum. Í Túrkmenistan og Úsbekistan fór hiti í 47 gráður og aldrei fyrr hefur verið jafn heitt í júní í Kasakstan. Í Tajikistan fór hiti hæst í 43 gráður.
„Það eru töluverðar breytingar á sumarveðráttunni. Það er ekki aðeins hlýrra á norðurhveli jarðar heldur hafa hlýindin áhrif á vindakerfin þannig að það hefur hægt á vestanvindunum í háloftunum sem blása hér umhverfis norðurhvel. Vindurinn er nú öldóttur þannig að hlýja loftið kemst norðar …
Athugasemdir