Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga

Orku­veita Reykja­vík­ur gerði gjald­miðlask­skipta­samn­inga við Glitni banka ár­ið 2008 sem deilt hef­ur ver­ið um fyr­ir dómi. Þess­ir samn­ing­ar voru gerð­ir til þess að verja fyr­ir­tæk­ið fyr­ir geng­is­breyt­ing­um krón­unn­ar. Nú loks, 15 ár­um eft­ir að samn­ing­arn­ir voru gerð­ir, koma eft­ir­stöðv­ar samn­ing­anna til greiðslu eft­ir að Orku­veita Reykja­vík­ur tap­aði dóms­máli út af þeim. 2,6 millj­arð­ar króna fóru úr bók­um Orku­veitu Reykja­vík­ur út af upp­greiðslu samn­ing­anna sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri fé­lags­ins nú í maí.

Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga
Tæplega 15 ára gamlar skuldir Orkuveita Reykjavíkur, sem Bjarni Bjarnason stýrir sem forstjóri, greiddi fyrr á árinu upp2.6 milljarða skuld við þrotabú Glitnis vegna gjaldmiðlaskiptasamninga frá hrunárinu 2008. Tekið skal fram að Bjarni var ekki forstjóri OR árið 2008.

Orkuveita Reykjavíkur greiddi upp 2,6 milljarða króna skuld við þrotabú Glitnis banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Um var að ræða skuld vegna gjaldmiðlasamninga sem fyrirtækið gerði við Glitni banka fyrir bankahrunið árið 2008. Frá þessu er greint í árshlutauppgjöri Orkuveitunnar sem birt var í lok maí. 

Orkuveita Reykjavíkur, sem er opinbert fyrirtæki í eigu þriggja sveitarfélaga, hafði deilt við þrotabú Glitnis um árabil vegna gjaldmiðlaskiptasamninganna. Landsréttur dæmdi þrotabúi Glitnis í vil í nóvember 2021 og í janúar ákvað Hæstiréttur Íslands að hafna beiðni Orkuveitunnar um áfrýjunarleyfi í málinu. Niðurstaðan varð sú að Orkuveitan greiddi þrotabúi Glitnis tæplega 2,6 milljarða króna sem voru eftirstöðvarar samningsins en áður hafði félagið greitt Glitni 740 milljónir króna. Eigendur Orkuveitunnar eru Reykjavíkurborg, Borgarbyggð og Akraneskaupstaður. 

Áhættusamir samningar sem tíðkuðust mjög fyrir hrunið

Gjaldmiðlaskiptasamningar eru samningar þar sem aðilar samningsins veðja á það með hvaða hætti gengi gjaldmiðils muni þróast á ákveðnu tímabili. Aðilar samningsins eru yfirleitt annars vegar einstaklingar eða fyrirtæki, eins og Orkuveita Reykjavíkur, og svo fjármálafyrirtæki. Slíkir samningar eru skilgreindir sem áhættufjárfestingar og fóru margir einstaklingar og fyrirtæki flatt á gerð slíkra samninga á Íslandi á árunum fyrir hrunið 2008.

Talaði um eðlilegar gengisvarnirBjörgólfur Thor Björgólfsson talaði um það skömmu eftir hrunið að gjaldmiðlaskiptasamningar Samsonar á sínum tíma hefðu verið eðlilegar gengisvarnir.

Íslenska krónan var um skeið mjög sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum, til dæmis Bandaríkjadollarar, á árunum fram að 2007 en svo byrjaði hún að veikjast og kolféll í kringum hrunið um haustið og hélst veik um langt skeið þar á eftir. Þeir aðilar sem á þessum tíma höfðu veðjað á það með gerð gjaldmiðlaskiptasamninga að íslenska krónan myndi áfram haldast sterk á þessum tíma gátu því tapað háum fjárhæðum á því.

Á árunum fyrir hrunið voru einnig dæmi um það að fyrirtæki veðjuðu á gengislækkun krónunnar með gjaldmiðlaskiptasamningum á tilteknu tímabili en hún hafði auðvitað verið sögulega sterk á þessum tíma. Þannig tapaði Samson, móðurfélag Landsbanka Íslands, sem var í eigu Björgólfsfeðga, til dæmis tæplega  15,6 milljörðum króna á því að veðja á gengislækkun íslensku krónunnar árið 2007.  Vegna þess að gengi krónunnar hækkaði, þvert á mat Samsonar, tapaði félagið og græddi ekki.

Eftir að fjölmiðlar höfðu fjallað um þess viðskipti Samsonar steig Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Samsonar, fram í fjölmiðlum og sagði að slíkir gjaldmiðlaskiptasamningar fælu ekki í sér stað stöðutöku með eða gegn gjaldmiðli heldur væru „eðlilegar gengisvarnir“. 

Eitt er að einstaklingar og einkafjárfestar geri slíka áhættusama samninga og tapi mögulega háum fjárhæðum á því og svo er annað með fyrirtæki í opinberri eigu. 

Greitt í ár

Í svari frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að fyrirtækið hafi í gegnum árin verið með umfjallanir um þetta deilumál við Glitni í ársreikningum og opinberum gögnum félagsins. 

Orkuveitan bendir til dæmis á eftirfarandi skýringu í ársreikningi félagsins fyrir árið 2021.  „Þann 28. janúar 2022 synjaði Hæstiréttur Íslands Orkuveitu Reykjavíkur um áfrýjunarleyfi á niðurstöðu Landsréttar í málsókn þrotabús Glitnis, vegna ágreinings um uppgjör á gjaldmiðlaskiptasamningum sem gerðir voru skömmu fyrir efnahagshrunið 2008. Við þetta ber Orkuveitu Reykjavíkur að greiða þrotabúinu um 3,4 milljarða króna sem eru færðir á meðal annarra skammtímaskulda. Á fyrri árum hefur félagið gjaldfært 740 milljónir vegna málsins og í árslok 2021 voru eftirstöðvar kröfunnar færðar til gjalda.

Félagið greindi einnig frá niðurstöðu Hæstaréttar Íslands þegar hún lá fyrir. 

Orkuveitan segir að það sé hins vegar ekki fyrr en nú, eftir að niðurstaða Landsréttar og svo Hæstaréttar Íslands um að taka málið ekki fyrir, sem fjármunirnir hafi verið greiddir til Glitnis.  Orðrétt segir í svarinu frá Orkuveitu Reykjavíkur: „Þetta er ekki með öðrum fjármagnskostnaði heldur í sérstakri línu í sjóðstreyminu í árshlutauppgjörinu síðasta af því þetta er einskiptis útgjöld. Fjárhæðin var sem sagt færð til gjalda í ársreikningi 2021 af því að þegar sá reikningur var gerður lá niðurstaða Hæstaréttar fyrir. Þetta kom ekki til greiðslu fyrr en 2022 og þess vegna eru eftirstöðvarnar í sjóðstreymi þar,“ segir í svari frá Orkuveitu Reykjavíkur. 

„Fram til ársloka 2008 virtust nefndarmenn í áhættunefnd trúa því að krónan myndi ná fyrri styrk eftir gengisfallið við gjaldþrot bankakerfisins“
Úr skýrslu um starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveitan trúði á krónuna 

Í svarinu  frá Orkuveitu Reykjavikur kemur fram að enginn sem starfar í fjármálum fyrirtækisins í dag geti veitt upplýsingar um þessa gjaldmiðlaskiptasamninga þar sem svo langt sé um liðið. Hins vegar hafi verið fjallað nokkuð um þessa samninga í skýrslu um starfsemi Orkuveitunnar sem gefin var út árið 2012.  

Í þeirri skýrslu er meðal annars fjallað um það að fyrirtækið hafi tekið stöðu með krónunni með gjaldmiðlaskiptasamningum árið 2006, þegar gengi hennar var í hæstu hæðum: „Árið 2006 tók fyrirtækið stöðu með íslensku krónunni með framvirkum samningum og hélt þeirri stöðu um nokkurra mánaða skeið. Eftir það voru ekki stórar stöður í gegnum afleiðusamninga á gjaldmiðla.“

Í fundargerðum áhættunefndar bankans frá mánuðum fyrir hrun, sem greint var frá í skýrslunni, kemur fram að Orkuveitan hafi áfram trúað á íslensku krónuna árið 2008 og jafnvel eftir bankahrunið 2008 þrátt fyrir að gengi hennar hafi veikst verulega. „Fram til ársloka 2008 virtust nefndarmenn í áhættunefnd trúa því að krónan myndi ná fyrri styrk eftir gengisfallið við gjaldþrot bankakerfisins. Sú áhætta sem fólst í gengisveikingu krónunnar var ekki varin. Orkuveitan tók stöðu með íslensku krónunni.“

Í skýrslunni um Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að fyrirtækið hafi fengið ráðgjöf um áhættustýringu frá fyrirtækinu Ráðgjöf og Efnahagsspár ehf: „Allt frá árinu 2004 fékk fjármálasvið, áhættustýringarsvið, áhættunefnd og stjórn Orkuveitunnar í hendur ársfjórðungslegar skýrslur frá fyrirtækinu Ráðgjöf og Efnahagsspár ehf. (R&E). Ráðgjöf og Efnahagsspá rann síðar inn í fjárfestingabankann Askar Capital. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GG
    Gylfi Garðarsson skrifaði
    Þessi frásögn talar inn í kjarna þeirra hrópandi kerfisvillu Íslands sem birtist m.a. í stjórnarþráðum valdaelítu landsins inn í mikilvægustu efnahagsstjórntæki þjóðarinnar þar sem undirsátar í dýrustu jakkafötum og drögtum, skreyttum gráðum í lögfræði, MBA osfrv., ráðskast með almannafé í þágu elítunnar. Oft og iðulega með skelfilegri niðurstöðu fyrir allan almenning, sem fær skellinn í sitt veski.

    Skv. Hagstofunni voru íbúar í Rvk. 2021 >135.000
    Meðalfjölskyldustærð fyrir landið í heild er um 4 einstaklingar
    Miðað við þær tölur er kostnaður Reykvíkinga 2022 vegna þáverandi ráðgjafa og stjórnar OR að meðaltali:
    Pr. íbúa í Rvk: >19.000 kr.
    Pr. fjölskyldu í Rvk: > 75.000 kr.
    Einnig mætti skoða tap OR út frá fjölda kjósenda eða útsvarsgreiðenda.
    En alveg sama hvernig við reiknum þá munu notendur notendur þjónustu OR greiða þetta yfirgengilega rugl sem viðbótarálag á reikningum þjónustunnar næstu misserin. Án þess að það sé tilgreint þar!

    Með réttu ætti að telja upp alla þá einstaklinga sem komu að hinni arfaheimsku ákvörðun OR 2008 og rekja feril þeirra varðandi stjórnmálatengsl og aðra valdapósta. Eitt helsta einkenni fólks í þessum stöðum er linnulaus ásókn í að ráðskast með annarra manna fé (e: other peoples money; OPM). Í flestum tilfellum í eigin hagsmunaskyni, án þess að bera neina ábyrgð ef allt fer til fjandans, eins og hér er lýst. Reyndar má geta að nýlega bauð einn þeirra sem hér hafa verið nefndir sig fram til stjórnarkjörs í lífeyrissjóði en var hvorki kosinn í aðal- né varastjórn (mbl.is-22.5.2022) - (https://www.frjalsi.is/fleira/um-frjalsa/). Sjóðsfélagar sjálfir kusu stjórnina.
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Er þetta ekki ná skilt Orkuveituhúsinu risarækjueldinu og kostnaður sem hlaust af Alfreð Þorsteinsini?
    0
  • Þór Saari skrifaði
    Hverjir voru stjórnendur og í stjórn OR á þessum tíma? Hverjir áttu Ráðgjöf og efnahagsspá? Þessar mikilvægu upplýsingar vantar í fréttina.
    3
    • Steinþór Grímsson skrifaði
      Yngvi Harðarson M.A. en það sem er svo skrítið er að fyrirtækið Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. með kennitöluna 461210-1040 var líka til 2002 og 2005 þegar það með Yngvari og Sverri Sverrissyni Ph.D. sendu athugasemd á Efnahag- og viðskiptanefnd Alþingis 2003 og svo ráðlögðu Reykjavíkurborg og slökkviliðinu 2005. Þeir fengu sem sagt nýja kennitölu á sama nafn 2010?!
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
3
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
4
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
6
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
7
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
9
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
10
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár