Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Það raskar enginn grafarhelgi að gamni sínu“

Upp­gröft­ur á jarð­nesk­um leif­um Krist­ins Hauks Jó­hann­es­son­ar úr kirkju­garði á Barða­strönd er án for­dæma í Ís­lands­sög­unni. Fjöl­mennt lög­reglu­lið tók þátt í að­gerð­inni. Stund­in var á staðn­um ásamt Þórólfi Hil­bert Jó­hann­es­syni hálf­bróð­ur Krist­ins Hauks og kvik­mynda­tök­uliði, sem ásamt blaða­mönn­um Stund­ar­inn­ar vinna að heim­ild­ar­mynd um þetta sér­stæða mál.

„Fyrir austan hið teningsmyndaða Hagafjall fórum við framhjá Haga, einni hinni bestu bújörð á Íslandi. Um fegurð og landrými og frjósemi lands bera fáar jarðir af Haga. Hér hefði jafnvel útlendur maður getað notið eins konar jarðneskrar paradísar,“ svona lýsti Ebenezer Henderson, skoskur klerkur, kirkjustaðnum Haga á Barðaströnd árið 1815. Ebenezer, sem var víðförull maður, kom við í Haga og heillaðist augljóslega af þeirri „jarðnesku paradís“ á tveggja ára ferðalagi sínu um Ísland.

Ríflega tvö hundruð árum síðar, í lok maí árið 2022, eru aftur mættir gestir í Haga. Fulltrúar veraldlegs og geistlegs valds, í stórum bílaflota, aka upp heimreiðina stuttu eftir mjaltir, klukkan rúmlega níu að morgni. Svo fjölmennt lögreglulið hefur sjaldan eða aldrei sést samankomið á Barðaströnd.

Það er íslenskt vor; glennisól, en hiti helst innandyra – eða í skjóli frá hafgolunni, þá utan skugga.

Á landnámsjörðinni Haga reka þau …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár