Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nafn fasteignafélags ráðherra vísaði alltaf til lóðarinnar

Fé­lag­ið sem Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra stofn­aði ásamt eig­in­konu sinni fékk strax nafn sem vís­ar til stað­setn­ing­ar lóð­ar sem síð­ar var keypt. Í svör­um ráð­herr­ans og nýs stjórn­ar­for­manns fé­lags­ins var gef­ið í skyn að fé­lag­ið hafi ekki ver­ið stofn­að í þeim til­gangi að kaupa lóð­ina. Öll gögn um starf­semi fé­lags­ins gefa ann­að til kynna.

Nafn fasteignafélags ráðherra vísaði alltaf til lóðarinnar

Félagið sem Jón Gunnarsson og eiginkona hans stofnuðu í mars á þessu ári og keypti mánuði síðar einbýlishús og lóðarréttindi í Garðabæ fyrir 300 milljónir, var strax í upphafi nefnt eftir götunni sem lóðin stendur gegnt; Hraunprýði. Tilgangur félagsins var líka þá sagður vera viðskipti með lóðir og bygging fasteigna. Engu að síður gáfu bæði dómsmálaráðherra og stjórnarformaður félagsins til kynna að félagið hafi verið stofnað með eitthvað annað í huga en kaup á þessu tiltekna einbýlishúsi og lóðarréttindum í Garðabæ. 

Töluðu eins og félagið hafi legið í skúffu

„Við hjónin áttum þetta félag og svo er ákveðið að fara inn í þetta verkefni með fleiri aðilum og þar með var eignarhaldinu á þessu félagi breytt sem að síðan kaupir þetta land,“ sagði Jón í samtali við Stundina fyrir helgi. Þá vísaði hann sérstaklega til þess að búið væri að færa heimilisfang fyrirtækisins af eigin heimili og á heimili stjórnarformannsins. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár