Við erum gráðugustu og hættulegustu skepnur jarðar og jafnframt þær skynlausustu af því að við vitum og skiljum en skynjum samt ekki hættuna, skynjum ekki hvaða fórnir við þurfum að færa strax, í hve mikilli hættu framtíðarfólkið okkar er og höldum áfram að gleypa heiminn og gera það sem okkur sýnist.
Óþægilegur sannleikur
Við skynjum ekki að barnabörnin taka strax afleiðingum gjörða okkar. Við tengjum ekki við að þessi börn fái fljótlega alla okkar neyslu í hausinn, að þau fái í fangið að við bregðumst ekki við af fullum krafti sem einstaklingar, samfélag og jarðarbúar.
Það er í raun furðulegt að við skulum ekki grípa til neyðaraðgerða líkt og í veirufaraldri. Þá skelltum við löndum og heimsálfum í lás, slökktum á öllum kerfum, lokuðum okkur inni, ekki bara eitt þorp, einn bær, ein borg, eitt land, heldur allir og alls staðar. Við getum þetta þegar við sjáum okkur sjálf í …
Athugasemdir (2)