Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Pálminn úr höndum Framsóknar?

Eft­ir ákvörð­um Vinstri grænna um að sitja í minni­hluta á kom­andi kjör­tíma­bili og úti­lok­un Pírata á Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Sósí­al­ista á sam­starfi við hann og Við­reisn, er lít­ið ann­að í stöð­unni en meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Við­reisn­ar og Fram­sókn­ar.

Pálminn úr höndum Framsóknar?
Möguleikarnir ekki endalausir Snúin staða virðist vera uppi í Reykjavík um myndun meirihluta. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Framsóknarflokkur, Samfylking, Píratar og Viðreisn er eina stjórnarmynstrið sem stendur til boða í Reykjavík, haldi allir flokkar sig við fyrri yfirlýsingar um útilokanir. Það er önnur staða en blasti við í gær þegar Framsóknarflokkurinn virtist ráða ferðinni. 

Samfylking, Píratar og Viðreisn hafa bundist böndum í þeim meirihlutaviðræðum sem fram undan eru. Saman fara þessir flokkar með níu fulltrúa og þurfa á tveimur til viðbótar til að mynda meirihluta. Sósíalistar, sem hafa tvo fulltrúa, hafa útilokað samstarf við Viðreisn og Píratar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri græn ætla að standa utan meirihluta og eini fulltrúi Flokks fólksins dugir ekki til. Framsóknarflokkur hefur fjóra fulltrúa og er því eini kosturinn fyrir gömlu meirihlutaflokkanna. 

Það virðist þó líka vera eini valkostur Framsóknarflokksins. Með sex fulltrúum Sjálfstæðisflokksins vantar tvo upp á að mynda meirihluta. Eini fulltrúi Flokks fólksins myndi ekki duga til og Sósíalistar hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Viðreisn, sem ekki hefur útilokað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár