Stórhuga áform borgarstjórnar í Reykjavík og bæjarstjórnar í Kópavogi við þéttingu byggðar eru ekki aðeins á teikniborðinu heldur eru byggingar byrjaðar að rísa, þvert á áhyggjur margra sérfræðinga.
Án þess að mikil umræða hafi átt sér stað um það hafa viðmið um þéttleika byggðar á nýjum byggingareitum í Reykjavík í reynd verið margfölduð frá því sem áður var.
Þéttasta byggingamagn sögunnar
Í janúar síðastliðnum sendi umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar frá sér tilkynningu um gildistöku aðalskipulags til ársins 2040, sem sagt var „uppfærð“ útgáfa fyrra skipulags sem samþykkt var 2014. Í uppfærðu skipulaginu var hins vegar í raun innsigluð grundvallarbreyting á eðli byggðar.
Á árum áður var miðað við að þéttleiki byggðar næmi 60 íbúðum á hektara, líkt og sem dæmi í blönduðu byggðinni á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur og í fjölbýlishúsabyggðinni í Hólahverfinu í Breiðholti. Í nýjum hverfum sem hafa verið samþykkt og eru sum þegar komin í byggingu er …
Það má vera að Reykjavík sé ein dreifbýlasta höfuðborg heims. Flestallar höfuðborgir í heiminum eru hinsvegar margfalt stærri en Reykjavík. Þetta er því ónothæfur samanburður. Þekkt er að stórar borgir eru dæmigert þéttbyggðari en litlar borgir, sérstaklega miðjukjarnar. Ef Reykjavík er borin saman við álíka stórar borgir í Evrópu er hún hvorki þéttbýlli eða dreifbýlli en gengur og gerist.
Sjá má umfjöllun um þetta í Facebook grúppunni "Borgarlína - umræða".
2. Sést aldrei til sólar í Reykjavík og ef að það er sól þá er farið í næstu sundlaug.
3. Íslendingar fara til Tene eða út á land í sól
4. Farið til Berlínar þar sem garðar við fjölbýlishús eru núll en skikk að hafa græn svæði/garða.
5. Þessi túnmenning Íslendinga er arfur sveitamenningarinnar og aldrei sést nokkur maður þar.