Bryndís Ósk Oddgeirsdóttir flutti inn í íbúð í september síðastliðnum ásamt eiginmanni sínum, Rehan Hamouda Rehan Alslakh, og drengjunum sínum tveimur sem eru sjö og fjögurra ára.
„Yngri sonur minn, sem er fjögurra ára gamall, er búinn að vera slappur síðan við fluttum inn í þessa íbúð. Ég hélt í fyrstu að brúnu blettirnir í gluggum, sturtu og sums staðar í lofti íbúðarinnar væri drulla en þegar ég var búin að reyna að þrífa þetta burt án árangurs og strákurinn minn var alltaf að veikjast fékk ég manneskju til að mygluprófa og þá kom í ljós að þetta var mygla,“ segir Bryndís.
Hún segist vera sorgmædd yfir því að þurfa að flytja eina ferðina enn, sérstaklega af því að nágrannarnir séu yndislegir. „Hér býr gott fólk en leigusalinn rifti samningnum eftir að ég kvartaði undan myglunni. Hann kom í byrjun ársins og skoðaði rakaskemmdir og myglubletti og sagðist ætla að …
Athugasemdir (2)