Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kvartaði undan myglu og missti íbúðina

Bryn­dís Ósk Odd­geirs­dótt­ir neyð­ist til að flytja með fjöl­skyldu sína úr íbúð sem hún hef­ur leigt frá því síð­ast­lið­ið haust. Hún seg­ir leigu­sal­ann hafa rift samn­ingi við þau í kjöl­far þess að hún kvart­aði und­an myglu í íbúð­inni. Hún tel­ur að lít­il við­brögð við fyr­ir­spurn­um henn­ar um leigu­íbúð­ir helg­ist af því að mað­ur­inn henn­ar er af er­lend­um upp­runa.

Bryndís Ósk Oddgeirsdóttir flutti inn í íbúð í september síðastliðnum ásamt eiginmanni sínum, Rehan Hamouda Rehan Alslakh, og drengjunum sínum tveimur sem eru sjö og fjögurra ára.

„Yngri sonur minn, sem er fjögurra ára gamall, er búinn að vera slappur síðan við fluttum inn í þessa íbúð. Ég hélt í fyrstu að brúnu blettirnir í gluggum, sturtu og sums staðar í lofti íbúðarinnar væri drulla en þegar ég var búin að reyna að þrífa þetta burt án árangurs og strákurinn minn var alltaf að veikjast fékk ég manneskju til að mygluprófa og þá kom í ljós að þetta var mygla,“ segir Bryndís. 

Hún segist vera sorgmædd yfir því að þurfa að flytja eina ferðina enn, sérstaklega af því að nágrannarnir séu yndislegir. „Hér býr gott fólk en leigusalinn rifti samningnum eftir að ég kvartaði undan myglunni. Hann kom í byrjun ársins og skoðaði rakaskemmdir og myglubletti og sagðist ætla að …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
    Sorglegt, það borgar sig að selja ónýta myglaða íbúð í dag, allt handónýtt, eldgamalt húsnæði, fer á yfirverði. Sumt er selt óséð og fasteignasalar hvetja fólk til að gera tilboð strax til að “ná íbúðinni.” Ömurlegt ástand í alla staði. Húsnæðisskorturinn er farinn að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fólk.
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Svona leigusala/skíthæla á að nafgreina öðrum til varnaðar!
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Neyð á leigumarkaði

Þú átt ekki að þurfa heppni
ViðtalNeyð á leigumarkaði

Þú átt ekki að þurfa heppni

Vil­borg Bjarka­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Sam­taka leigj­enda á Ís­landi, seg­ir að þrátt fyr­ir að hún telji sig heppna með leigu­sala búi hún við þann veru­leika að leigu­samn­ing­ur henn­ar nær að­eins til eins árs í senn. Á hverju ári sé sá mögu­leiki fyr­ir hendi að heppn­in dugi henni ekki leng­ur og hún þurfi að finna nýj­an samastað fyr­ir sig og börn­in sín tvö.
Týndi árum á leigumarkaði
ViðtalNeyð á leigumarkaði

Týndi ár­um á leigu­mark­aði

Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Sam­taka leigj­enda, upp­lif­ir sig fast­an á leigu­mark­aði. Hann hef­ur í tvígang reynt að festa kaup á íbúð frá því að hann byrj­aði að leigja eft­ir skiln­að en hef­ur ekki tek­ist það. Bar­átt­an, höfn­un­in og upp­lif­un sem hann lýs­ir sem áfalli seg­ir hann hafa haft mik­il og langvar­andi áhrif á and­lega heilsu hans og at­gervi. Hann seg­ir ár­in sem far­ið hafa í bar­átt­una ekki koma aft­ur og þess vegna séu þau í raun týnd.
Missti leiguíbúðina við brunann
FréttirNeyð á leigumarkaði

Missti leigu­íbúð­ina við brun­ann

Sögu Naz­ari dreym­ir um að eign­ast íbúð en er að eig­in sögn föst á óör­ugg­um leigu­mark­aði þar sem leigu­verð sé óbæri­lega hátt og lífs­gæði leigj­enda mun lak­ari en flestra íbúða­eig­enda, að­eins ungt fólk sem eigi efn­aða for­eldra geti keypt íbúð. Saga er nú í end­ur­hæf­ingu, með­al ann­ars vegna áfalls sem hún varð fyr­ir í sept­em­ber í fyrra en þá kvikn­aði í íbúð sem hún leigði.
Ráðherra segir leigumarkaðinn „óstöðugan og óáreiðanlegan“
FréttirNeyð á leigumarkaði

Ráð­herra seg­ir leigu­mark­að­inn „óstöð­ug­an og óáreið­an­leg­an“

Nokkr­ir ráð­herr­ar og þing­menn segja leigu­mark­að­inn á Ís­landi óör­ugg­an. „Mis­kunn­ar­laus“ seg­ir einn. „Ónýt­ur“ seg­ir ann­ar. For­sæt­is­ráð­herra keypti íbúð því hún þurfti að flytja reglu­lega með­an hún var leigj­andi og mat­væla­ráð­herra seg­ir leigu­mark­að­inn óstöð­ug­an og óáreið­an­leg­an. Nokkr­ir keyptu íbúð til að tryggja ör­yggi fjöl­skyld­unn­ar.
Ástandið á leigumarkaði getur grafið undan geðheilsu leigjenda
FréttirNeyð á leigumarkaði

Ástand­ið á leigu­mark­aði get­ur graf­ið und­an geð­heilsu leigj­enda

El­ín Ebba Ásmunds­dótt­ir, sem hef­ur starf­að að geð­heil­brigðs­mál­um í fjöru­tíu ár, seg­ir að leigu­mark­að­ur­inn grafi und­an geð­heilsu fólks. Kvíði leigj­enda yf­ir því að ná ekki end­um sam­an og að þurfa jafn­vel að flytja gegn vilja sín­um sé mjög skað­leg­ur. Það sé um­hugs­un­ar­efni að sumt fólk græði á óför­um annarra og að yf­ir­völd leyfi það.
Stjórnvöld hafa hlúð að tekjuháum og millistétt á kostnað leigjenda
FréttirNeyð á leigumarkaði

Stjórn­völd hafa hlúð að tekju­há­um og millistétt á kostn­að leigj­enda

Fólk á leigu­mark­aði er valda­laust gagn­vart leigu­sala varð­andi leigu­verð og hve lengi það fær að búa á sama stað. Ef ástand hús­næð­is er slæmt treg­ast leigj­end­ur oft við að kvarta af ótta við að missa hús­næð­ið. Þetta kem­ur fram í ný­legri rann­sókn þar sem rætt er við tæp­lega 30 leigj­end­ur. Höf­und­ar henn­ar segja stjórn­völd bera vissa ábyrgð á því að hóp­ur fólks sé fast­ur á leigu­mark­aði gegn vilja sín­um.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár