„Stundum finnst manni Landspítali ekki eiga neina foreldra, ekki nóg af bakhjörlum á Alþingi. Mér leið stundum eins og hrópandanum í eyðimörkinni,“ segir Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, í viðtali við Stundina þegar hann er spurður um það af hverju ekki næst samstaða um það á Alþingi að fjármagna heilbrigðiskerfið og Landspítalann þannig að fjármögnunin líkist því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.
Páll talaði oft og ítrekað um það á meðan hann var forstjóri að það þyrfti að fjármagna Landspítalann betur og stóð hann í miklu stappi við stjórnmálamenn um þetta atriði. Það er vegna þessarar umræðu og gagnrýni hans á fjármögnun heilbrigðiskerfisins sem Páll talar um að honum hafi stundum liðið eins og „hrópandanum í eyðimörkinni“.
„Mismatchið á milli ábyrgðar og valda er það sem étur mann mest að innan smám saman.“
Það sem átt Pál upp að innan
Þetta viðvarandi stapp Páls …
Athugasemdir