Frá því að Ísland varð fyrst Vestur-Evrópuríkja til þess að undirrita fríverslunarsamning við Kína hefur innflutningur frá ríkinu aukist meira en frá nokkru öðru ríki heimsins, eða um 40 milljarða króna á ári. Nú er svo komið að Kína er komið fram úr Bandaríkjunum, Danmörku og Þýskalandi á lista yfir þau ríki sem flytja mest af vörum til Íslands. Aðeins Noregur flytur meira til Íslands en Kína, og ástæðan fyrir því er einföld: Við kaupum nánast allt okkar eldsneyti í gegnum Noreg.
Af einræðisríkjum eru mestu viðskiptin við Kína
Innrás Rússlands í Úkraínu hefur afhjúpað grundvallarmun á afstöðu vestrænna lýðræðisríkja og einræðisríkja. Þannig hefur Rússland færst lengra í áttina að alræði, með því að skerða rétt almennings til mótmæla og tjáningar. Á sama tíma hafa kínversk stjórnvöld lýst yfir hlutleysi gagnvart innrásinni, en þó hafnað því að um innrás sé að ræða og kennt útþenslu varnar- eða hernaðarbandalagsins NATÓ um …
Athugasemdir (3)