Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

KSÍ: Ekkert landslið mun leika við Rússa

Knattt­spyrnu­sam­band Ís­lands hef­ur ákveð­ið að snið­ganga kapp­leiki við Rússa vegna inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu.

KSÍ: Ekkert landslið mun leika við Rússa
Sniðganga Rússa Landslið íslands í knattspyrnu munu ekki mæta Rússum né Hvít-Rússum á meðan á hernaðinum í Úkraínu stendur. Mynd: AFP

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum nú fyrir stundu að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi á meðan á hernaði Rússa í Úkraínu stendur. Það sama verður látið gilda um landslið Hvíta-Rússlands vegna stuðnings þeirra við innrásina.

Ákvörðunin var tekin á fyrsta fundi nýrrar stjórnar, sem kjörin var um liðna helgi. Ákvörðun um að ekki verðir leikið við Rússa nær meðal annars til þeirra leikja sem framundan eru í Þjóðadeild Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) en til stóð að karlalandsliðið mætti Rússum í júlí. Engu skiptir, segir í yfirlýsingu KSÍ, þó rússneska liðið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) gaf út að Rússum væri óheimilt að leika á heimavelli, með áhorfendum, undir fána eða nafni Rússlands en að öðru leyti hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari aðgerðir gegn Rússum.

Þá munu íslensk landslið heldur ekki mæta Hvít-Rússum í Hvíta-Rússlandi á meðan á hernaðinum stendur, í ljósi stuðnings Hvíta-Rússlands við hernað Rússa. Nær sú ákvörðun meðal annars til leiks kvennalandsliðsins sem fram átti að fara í Hvíta-Rússlandi í marsmánuði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár