Stjórnarkjör hófst hjá Eflingu í vikunni sem fer fram í skugga mikilla átaka á milli starfsmanna stéttarfélagsins annarsvegar og fyrrverandi stjórnenda hins vegar. Nokkrir starfsmenn hafa stigið fram eftir að fyrrverandi formaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, tilkynnti um framboð á ný og sagt hana og hennar nánasta samstarfsmanna, Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra, hafa eyðilagt starfsandann. Viðar er sakaður um andlegt ofbeldi og gagnrýndur fyrir stjórnunarhætti.
Þrír eru í framboði til formanns þessa næst stærsta stéttarfélags landsins og öll eru þau með einum eða öðrum hætti tengd átökunum. Sólveig Anna sagði af sér vegna þeirra, Guðmundur Jónatan Baldursson var hennar helsti gagnrýnandi í gegnum þau og Ólöf Helga Adolfsdóttir varð varaformaður félagsins vegna afsagnar Sólveigar.
En um hvað snérust þessi átök og hvað var það sem raunverulega gerðist á skrifstofu Eflingar? Um það eru ekki allir sammála.
Skýrslan sem unnin var að beiðni núverandi stjórnenda Eflingar í nóvember, desember og janúar, …
Athugasemdir (6)