Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hvað gerðist á skrifstofu Eflingar?

Starfs­menn á skrif­stofu Efl­ing­ar lýsa van­líð­an og kvíða yf­ir mögu­leik­an­um á að Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir verði aft­ur kjör­in formað­ur. Starfs­ánægjuk­ann­an­ir á skrif­stof­unni sýna hins veg­ar al­menna ánægju starfs­fólk allt síð­asta ár. Starfs­manna­fund­ur í októ­ber varð hins veg­ar til þess að 90 pró­sent starfs­manna fann fyr­ir van­líð­an. Stund­in rek­ur sög­una um átök­in inn­an Efl­ing­ar, sem virð­ast að­eins að litlu leyti hverf­ast um for­mann­inn fyrr­ver­andi.

Hvað gerðist á skrifstofu Eflingar?
Í framboði Formannsframbjóðendurnir Ólöf Helga Adolfsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir, og Guðmundur Jónatan Baldursson eru öll nátengd þeim átökum sem sprengdu skrifstofu Eflingar í október síðastliðnum. Agnieszka Ewa Ziólkowska, sem áður var bandamaður Sólveigar, styður Ólöfu Helgu í formannsslagnum og talið er víst að Viðar Þorsteinsson snúi aftur sem framkvæmdastjóri ef Sólveig Anna vinnur.

Stjórnarkjör hófst hjá Eflingu í vikunni sem fer fram í skugga mikilla átaka á milli starfsmanna stéttarfélagsins annarsvegar og fyrrverandi stjórnenda hins vegar. Nokkrir starfsmenn hafa stigið fram eftir að fyrrverandi formaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir,  tilkynnti um framboð á ný og sagt hana og hennar nánasta samstarfsmanna, Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra, hafa eyðilagt starfsandann. Viðar er sakaður um andlegt ofbeldi og gagnrýndur fyrir stjórnunarhætti. 

Þrír eru í framboði til formanns þessa næst stærsta stéttarfélags landsins og öll eru þau með einum eða öðrum hætti tengd átökunum. Sólveig Anna sagði af sér vegna þeirra, Guðmundur Jónatan Baldursson var hennar helsti gagnrýnandi í gegnum þau og Ólöf Helga Adolfsdóttir varð varaformaður félagsins vegna afsagnar Sólveigar. 

En um hvað snérust þessi átök og hvað var það sem raunverulega  gerðist á skrifstofu Eflingar? Um það eru ekki allir sammála. 

Skýrslan sem unnin var að beiðni núverandi stjórnenda Eflingar í nóvember, desember og janúar, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BB
    Baldur B skrifaði
    Þetta starfsfólk sem vildu hana ekki aftur sem formann eru greinilega úlfar í sauðargærum og eru þarna einungis til að vinna fyrir fámennan hóp ríkra hagsmunaaðila. Þessu fólki þarf að rusla út af skrifstofunni hið fyrsta. Það sama á við ykkur hin sem eruð á móti henni. Fjandans úlfar öllsömul!
    0
  • SHE
    Sigurður H. Einarsson skrifaði
    Það er mjög margt í þessari grein sem er hægt er að gera athugsemdir við. En ég vil þó nefna það að fyrst biður Guðmundur stjórnarmaður í Eflingu um upplýsingar sem honum ber að fá sem stjórnarmaður. Starfslokasamning Sólveigar við FYRRVERANDI VINKONU SÍNA nei það mátti engin sjá það, ályktun starfsmanna mátti sjórnin heldur ekki sjá. Nú var Guðmundur orðinn skúrkurinn. Síðan verða trúnaðarmenn Eflingar skúrkkarnir og síðan öll skrifstofan, hvorki meira né minna, svo fer Salek að bætast inn í þessa umræðu, ASI, SGS og auðvitað núverandi formaður og varafrmaður eru auðvitað líka skúrkar í augum Þeirra Viðas. Það þar ekki mjög lífsreynda manneskju til að sjá að það er mikið að stjórnarháttum Viðars og Sólveigar. Tel þó Viðar hálfu verri en Sólveig sem gerði ekki neitt. Það yrði mikið tjón fyrir verkalýðshreyfingunna yrði þetta fólk endurskosið mikið tjón, ekki síst fyrir Eflingu.
    -3
  • GAS
    Guðbjörg A Stefánsdóttir skrifaði
    Sólveig Anna, Ragnar og Vilhjálmur eru gott teimi sem berst fyrir sitt fólk áfram þríeykið, án þeirra hefði ekki náðst svona góðir samningar, svo það er allt gert til að sverta þaug.
    7
  • BG
    Birna Gunnarsdóttir skrifaði
    Formaður verkalýðsfélags biður starfsfólk um að sýna lágmarksstuðning til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar birti athugasemdalaust mjög grófar og ósannar ásakanir sem muni gera henni ókleift að sinna störfum fyrir félagsfólkið. Starfsfólkið fær illt í tilfinningarnar sínar að vera beðið í aðstoðar, finnst sér stillt upp við vegg og ákveður að láta frekar stilla formanninum upp fyrir framan aftökusveit umfjöllunar um brot sem þau vissu að hún hafði ekki framið.
    8
  • Gunnar Gunnarsson skrifaði
    Starfsmenn Eflingar, líka formenn og framkvæmdastjórar, þurfa að átta sig á því að atvinnurekandinn eru félagar Eflingar. Ef nýr formaður er kosinn yfir formann sem hefur setið í langan tíma eru það skýr skilaboð um vilja/kröfu félagsmanna til breytinga. Það er ekkert sem heitir atvinnuöryggi og er fólki heilbrigt að mynna sjálft sig á það. Algengt er að einstaklingur sem hefur verið lengi í sama starfi fari af tánum og slaki á í starfi sem er ekki það sem stéttarfélag þarf.
    2
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Möo: ,,óánægja" í garð frú Sólveigar Önnu og hr. Viðars virðist hafa verið ímyndunin ein. Nóg um það. Kv
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Baráttan um Eflingu

Formaður VR lagðist gegn ályktun sem fordæmdi Eflingar-uppsagnir
FréttirBaráttan um Eflingu

Formað­ur VR lagð­ist gegn álykt­un sem for­dæmdi Efl­ing­ar-upp­sagn­ir

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, lagð­ist gegn því að trún­að­ar­ráð fé­lags­ins sendi frá sér álykt­un, þar sem hópupp­sagn­ir Efl­ing­ar voru for­dæmd­ar. Fyrr­ver­andi formað­ur VR seg­ist hissa á því að formað­ur VR geti op­in­ber­lega stutt for­manns­fram­bjóð­anda í Efl­ingu, en ekki gagn­rýnt það þeg­ar hún segi upp fé­lags­mönn­um hans.
Trúnaðarmenn Eflingar:  Sólveig Anna fer með fleipur um að samkomulag hafi náðst
FréttirBaráttan um Eflingu

Trún­að­ar­menn Efl­ing­ar: Sól­veig Anna fer með fleip­ur um að sam­komu­lag hafi náðst

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, fund­aði ekki sjálf með trún­að­ar­mönn­um starfs­manna á skrif­stofu Efl­ing­ar held­ur fól lög­manni stjórn­ar stétt­ar­fé­lags­ins að gera það. Trún­að­ar­menn mót­mæla því að um sam­ráð við þá hafi ver­ið að ræða við fram­kvæmd hópupp­sagn­ar starfs­manna Efl­ing­ar.
Sólveig Anna er komin og krefst virðingar
ViðtalBaráttan um Eflingu

Sól­veig Anna er kom­in og krefst virð­ing­ar

„Ég fór inn með þá hug­mynd – sem eft­ir á að hyggja var mjög barna­leg – að ég gæti ver­ið bara næs og kammó og vin­gjarn­leg, til í að ræða mál­in og spjalla,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir sem reyn­ir nú að vinna aft­ur for­manns­stól­inn í Efl­ingu, stærsta stétt­ar­fé­lagi verka- og lág­launa­fólks á Ís­landi um inn­komu sína í verka­lýðs­bar­áttu. Fari svo að hún vinni ætl­ar hún sér að fá þá virð­ingu sem hún tel­ur embætt­ið eiga skil­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár