Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Heimilin skulda yfir tvö þúsund milljarða í fasteignalán

Rúm­ur helm­ing­ur ís­lenskra fast­eignalána er óverð­tryggð­ur og þar af eru 700 millj­arð­ar lán með breyti­leg­um vöxt­um. Neyt­end­ur skulda þá ríf­lega 500 millj­arða króna í önn­ur neyt­endalán en sú upp­hæð er ekki tæm­andi.

Heimilin skulda yfir tvö þúsund milljarða í fasteignalán
Meirihluti húsnæðislána óverðtryggður Rúmur helmingur allra útistandandi fasteignalána eru óverðtryggð lán.

Íslensk heimili skulda ríflega 2.100 milljarða króna í fasteignalán hjá fjármálastofnunum og öðrum lánveitendum. Rúmur helmingur þeirra lána, ríflega 1.100 milljarðar, er óverðtryggð lán, þar af eru um 700 milljarðar lán með breytilegum vöxtum.

Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins, sem birt var á vef Alþingis í gær. Ásthildur spurði um fjölda og heildarfjárhæð útistandandi fasteignalána til neytenda, auk skiptingar þeirra miðað við lánaform og greiðslufyrirkomulag.

Í svari ráðherra kemur fram að leitað hafi verið til Seðlabanka Íslands en eitt af verkefnum bankans er að afla gagna um íslenskan lánamarkað. Seðlabankinn safnar gögnum um fleiri aðila en fjármálastofnanir sem veita lán og eru lífeyrissjóðir þar fyrirferðarmestir. Í svarinu er tilgreint að tölurnar sem um ræðir nái til útlána Arion banka, Íslandsbanka, Landsbanka, ÍL-sjóðs og níu lífeyrissjóða. Ekki er sundurgreint hvernig lánsfjárhæðir skiptast en hins vegar tiltekið að tölurnar nái til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
2
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár