Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Heimilin skulda yfir tvö þúsund milljarða í fasteignalán

Rúm­ur helm­ing­ur ís­lenskra fast­eignalána er óverð­tryggð­ur og þar af eru 700 millj­arð­ar lán með breyti­leg­um vöxt­um. Neyt­end­ur skulda þá ríf­lega 500 millj­arða króna í önn­ur neyt­endalán en sú upp­hæð er ekki tæm­andi.

Heimilin skulda yfir tvö þúsund milljarða í fasteignalán
Meirihluti húsnæðislána óverðtryggður Rúmur helmingur allra útistandandi fasteignalána eru óverðtryggð lán.

Íslensk heimili skulda ríflega 2.100 milljarða króna í fasteignalán hjá fjármálastofnunum og öðrum lánveitendum. Rúmur helmingur þeirra lána, ríflega 1.100 milljarðar, er óverðtryggð lán, þar af eru um 700 milljarðar lán með breytilegum vöxtum.

Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins, sem birt var á vef Alþingis í gær. Ásthildur spurði um fjölda og heildarfjárhæð útistandandi fasteignalána til neytenda, auk skiptingar þeirra miðað við lánaform og greiðslufyrirkomulag.

Í svari ráðherra kemur fram að leitað hafi verið til Seðlabanka Íslands en eitt af verkefnum bankans er að afla gagna um íslenskan lánamarkað. Seðlabankinn safnar gögnum um fleiri aðila en fjármálastofnanir sem veita lán og eru lífeyrissjóðir þar fyrirferðarmestir. Í svarinu er tilgreint að tölurnar sem um ræðir nái til útlána Arion banka, Íslandsbanka, Landsbanka, ÍL-sjóðs og níu lífeyrissjóða. Ekki er sundurgreint hvernig lánsfjárhæðir skiptast en hins vegar tiltekið að tölurnar nái til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár