Íslensk heimili skulda ríflega 2.100 milljarða króna í fasteignalán hjá fjármálastofnunum og öðrum lánveitendum. Rúmur helmingur þeirra lána, ríflega 1.100 milljarðar, er óverðtryggð lán, þar af eru um 700 milljarðar lán með breytilegum vöxtum.
Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins, sem birt var á vef Alþingis í gær. Ásthildur spurði um fjölda og heildarfjárhæð útistandandi fasteignalána til neytenda, auk skiptingar þeirra miðað við lánaform og greiðslufyrirkomulag.
Í svari ráðherra kemur fram að leitað hafi verið til Seðlabanka Íslands en eitt af verkefnum bankans er að afla gagna um íslenskan lánamarkað. Seðlabankinn safnar gögnum um fleiri aðila en fjármálastofnanir sem veita lán og eru lífeyrissjóðir þar fyrirferðarmestir. Í svarinu er tilgreint að tölurnar sem um ræðir nái til útlána Arion banka, Íslandsbanka, Landsbanka, ÍL-sjóðs og níu lífeyrissjóða. Ekki er sundurgreint hvernig lánsfjárhæðir skiptast en hins vegar tiltekið að tölurnar nái til …
Athugasemdir