Landhelgisgæslan leitar nú flugvélar sem fór frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Fjórir eru um borð í vélinni en ekkert hefur spurst til hennar síðan skömmu fyrir hádegi. Búið er að virkja samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð.
Flugvélin fór frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan 10.30 í morgun og um klukkustund síðar náðist mynd af vélinni en óvíst hvar hún var þá, segir Ásgeirs Erlendsson, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, og bætir við að ekki hafi náðst samband við vélina síðan um klukkan 11.30.
Ásgeir segir að leitarsvæðið sé enn mjög stórt og að unnið sé með allar vísbendingar sem hafi borist, meðal annars gögn úr símum þeirra sem eru um borð í vélinni. Þetta er gert til að reyna að þrengja leitarsvæðið segir Ásgeir í samtali við Stundina.
Auk þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar leita nú björgunarsveitir frá Höfuðborgarsvæðinu, af Suðurnesjum og Suðurlandi að flugvélinni.
Athugasemdir