Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fjórir sóttu um fréttastjórastöðuna á RÚV

Heið­ar Örn Sig­urfinns­son, starf­andi frétta­stjóri RÚV, og Þór­ir Guð­munds­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri frétta­stofu Sýn­ar, eru með­al um­sækj­enda um starf frétta­stjóra RÚV. Mun færri sóttu um stöð­una nú en síð­ast þeg­ar hún var aug­lýst.

Fjórir sóttu um fréttastjórastöðuna á RÚV

Fjórir sóttu um starf fréttastjóra RÚV sem auglýst var laust til umsóknar í janúar. Það eru þeir Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri og starfandi fréttastjóri RÚV, Valgeir Örn Ragnarsson, fréttamaður hjá RÚV, Þór Jónsson,  sviðsstjóri og fyrrverandi varafréttastjóri NFS, og Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nafnalistinn var birtur á vef RÚV í dag. 

HættRakel leiddi fréttastofu RÚV frá 2014 til 2021.

Þetta eru talsvert færri umsóknir en bárust síðast þegar staðan var auglýst árið 2014. Þá sáttu tólf um stöðuna en Rakel Þorbergsdóttir hreppti hnossið. Hún hafði þá starfað um nokkurt skeið sem varafréttastjóri fréttastofunnar. Hún sagði starfi sínu óvænt lausu fyrir áramót eftir rúmlega sjö ár í fréttastjórastólnum. 

Auk fréttastjórastarfsins var starf dagskrárstjóra Rásar 2 auglýst. Fimm sóttu um það starf; þau Ágúst Héðinsson verkefnastjóri, Guðmundur Gunnarsson breytingastjóri, Jóna Valborg Árnadóttir sérfræðingur, Matthías Már Magnússon, aðstoðardagskrárstjóri Rásar 2, og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár