Stundin greindi frá því nýlega að allt að 1500 tonn af íslensku plasti mátti finna í vöruhúsi í Suður-Svíþjóð. Íslensk endurvinnslufyrirtæki fengu greitt um 100 milljónir króna frá Úrvinnslusjóði til að senda það í endurvinnslu. Var það sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec sem tók við því og fékk það greitt fyrir að senda það í endurvinnslu. Í staðinn fyrir að endurvinna það var það sent í gegnum millilið til fyritækisins Webboo KB. Eigandi þess fyrirtækis er þekktur glæpamaður á svæðinu og var aldrei áætlun um að endurvinna plastið. Þrátt fyrir þetta sýndi tölfræði Úrvinnslusjóðs að allt plastið hafi verið sent til endurvinnslu og hafa þær tölur ekki enn verið leiðréttar.
Emma Arenius, rannsóknarblaðakona hjá sænska blaðinu Barometern, hefur skrifað fjölda greina um plastið í vöruhúsinu í Paryd frá árinu 2016. Hún segir að þegar plastið hafi komið að sumri til og að það hafi verið fullt af matarleifum. Fór það fljótt að …
Athugasemdir (2)