„Pabbi greindist með krabbamein í maga og svo dó mamma nóttina eftir að pabbi var jarðaður,“ segir Elías, sem er elstur þeirra bræðra, 18 ára gamall. Næstur kemur Gunnlaugur, 16 ára og yngstur er Brynjar, 15 ára. Bræðurnir lýsa því þegar faðir þeirra vaknaði fyrir hálfu ári með verk í lungunum og ákvað að hringja í afa þeirra og fá hann til þess að fara með sig upp á spítala. Í kjölfarið voru gerðar rannsóknir þar sem fram kom að hann var með fjórða stigs lungnakrabbamein sem var búið að dreifa sér um allan líkamann. Það var aldrei spurning um hvort heldur hvenær hann myndi látast af völdum þess. En það gátu synir hans ekki meðtekið, innra með þeim bjó vonin um að hann myndi lifa af.
Pabbi var lengi verkjaður
Bræðurnir eru samankomnir á ritstjórnarskrifstofu Stundarinnar ásamt föðursystur sinni, Fanneyju Gunnlaugsdóttur. Hún segir að bróðir sinn hafi lengi verið …
Ég óska þess að allar góðar vættir fylgi ykkur og styðji í framtíðinni.
Þið eruð naglar og ég veit þið haldið vel utan um hvern annan hér eftir sem hingað til.
Ég kannaðist við mömmu ykkar og pabba en vissi ekki af því hvernig staðan var. Standið keikir og þiggið alla aðstoð. <3 <3 <3
Við fjölskyldan höfum ákveðið að opna söfnunar reikning til að hjálpa þeim á þessum erfiðu tímum. Meðfylgjandi eru upplýsingar um reikninginn. Jóhannes F. Gunnlaugsson föðurbróðir þeirra er ábyrgðarmaður reikningsins.
Banki 0542-14-350168
Kt: 0405685309
Gangi ykkur allt í haginn <3
Við fjölskyldan höfum ákveðið að opna söfnunar reikning til að hjálpa þeim á þessum erfiðu tímum. Meðfylgjandi eru upplýsingar um reikninginn en ég föðurbróðir þeirra er ábyrgðarmaður reikningsins.
Banki 0542-14-350168
Kt: 0405685309