Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs vissi af plastinu en aðhafðist ekkert

Í tölvu­póst­um milli Ól­afs Kjart­ans­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Úr­vinnslu­sjóðs, og Leif Karl­son, fram­kvæmda­stjóra sænska endu­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Sw­erec, kem­ur skýrt fram að þeg­ar ár­ið 2020 hafi Ólaf­ur haft vitn­eskju um að mik­ið magn ís­lensks plasts væri geymt í vöru­skemmu í Sví­þjóð „Vona að þetta sjái um blaða­mann­inn,“ var það sem Leif skrif­aði um töl­ur um end­ur­vinnslu­hlut­fall plasts frá fyr­ir­tæk­inu. Þær töl­ur reynd­ust rang­ar.

Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs vissi af plastinu en aðhafðist ekkert

Ný gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hafði fulla vitneskju um íslenska plastið í vöruhúsi í smábænum Påryd um einu og hálfu ári áður en sjóðurinn brást við.

Stundin greindi nýverið frá því að allt að 1.500 tonn af íslensku plasti, sem íslenskir neytendur flokkuðu og Úrvinnslusjóður greiddi tæpar hundrað milljónir króna fyrir að senda í endurvinnslu, væri að finna í vöruhúsinu og fyrir utan það. 

Úrvinnslusjóður hefur sent sænska endurvinnslufyrirtækinu Swerec bréf þar sem þess er krafist að íslenska plastið verði sótt og því komið í réttan farveg. Hver sá farvegur verður er ekki nákvæmlega vitað, en plastið er orðið mjög gamalt. Það hefur legið óhreyft í vöruhúsinu og á lóð þess í um fimm ár. Sérfræðingar sem Stundin hefur rætt við segja að litlar líkur séu á því að íslenska plastið verði nokkurn tímann endurunnið vegna þess hversu gamalt það er orðið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár