Ný gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hafði fulla vitneskju um íslenska plastið í vöruhúsi í smábænum Påryd um einu og hálfu ári áður en sjóðurinn brást við.
Stundin greindi nýverið frá því að allt að 1.500 tonn af íslensku plasti, sem íslenskir neytendur flokkuðu og Úrvinnslusjóður greiddi tæpar hundrað milljónir króna fyrir að senda í endurvinnslu, væri að finna í vöruhúsinu og fyrir utan það.
Úrvinnslusjóður hefur sent sænska endurvinnslufyrirtækinu Swerec bréf þar sem þess er krafist að íslenska plastið verði sótt og því komið í réttan farveg. Hver sá farvegur verður er ekki nákvæmlega vitað, en plastið er orðið mjög gamalt. Það hefur legið óhreyft í vöruhúsinu og á lóð þess í um fimm ár. Sérfræðingar sem Stundin hefur rætt við segja að litlar líkur séu á því að íslenska plastið verði nokkurn tímann endurunnið vegna þess hversu gamalt það er orðið …
Athugasemdir (1)