Ég verð að viðurkenna að áður en för minni var heitið til Úkraínu var ég með mínar efasemdir um það hvort það væri yfirhöfuð sniðugt að halda í þennan leiðangur. Úkraína er enda eitt fátækasta land Evrópu þar sem mögulegt hernám er yfirvofandi. Landið átti þó eftir að koma mér mikið á óvart.
Undanfarna mánuði hafa fréttamiðlar víða um heim fylgst náið með viðveru Rússlandshers við landamæri Úkraínu þar sem allt bendir til þess að Rússar séu að undirbúa sig fyrir innrás. Það hefur ríkt mikil spenna á milli Úkraínumanna og Rússa allt frá falli Sovétríkjanna. Í febrúar árið 2014 hertók Rússland bæði Krímskaga og Donbass. Hernámið átti sér stað í kjölfar Maidan byltingarinnar sem hófst í nóvember árið 2013, þar sem Úkraínumenn mótmæltu ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar að fresta undirritun á samstarfssamningi við Evrópusambandið og ákváðu í staðinn að mynda nánari tengsl við Rússland. Byltingin náði hámarki þann 22. febrúar …
https://www. strategic-culture. org/news/2021/12/21/crimea-is-calm-which-upsets-nato-because-it-prefers-confrontation/