Ef trúarbrögð væru keppnisíþrótt stæði kristin trú á hæsta verðlaunapallinum.
Þriðjungur heimsbyggðarinnar er kristinnar trúar. Fjórðungur er múslímar sem játa íslamstrú. Sjöttungur er trúleysingjar, flestir í Asíu, og annar sjöttungur er hindúar, aðallega Indverjar. Tuttugasti hver íbúi heimsins er búddatrúar, einkum í Kína og Indókína. Afgangurinn, um sextándi partur jarðarbúa, aðhyllist enn aðra siði.
Fjallræðan
Engan þarf að undra hin mikla hylli sem siðaboðskapur kristninnar trúar hefur notið æ víðar um heiminn í tvö þúsund ár. Fjallræða Jesú Krists er ein áhrifamesta predikun og stjórnmálayfirlýsing allra tíma. Hún hittir nútímann beint í hjartastað.
„Þegar Jesús sá mannfjöldann gekk hann upp á fjallið. Þar settist hann og lærisveinar hans komu til hans. Þá hóf hann að kenna þeim og sagði:
„Sælir eru fátækir í anda því að þeirra er himnaríki.
Sælir eru syrgjendur því að þeir munu huggaðir verða.
Sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa.
Sælir eru …
Athugasemdir (1)