Emma frá Acton, nei, Asma forsetafrú, kaupir sér hálsmen

Hér er kom­ið fram­hald grein­ar frá í síð­ustu viku og leit­ast báð­ar við að skýra hvernig vel mein­andi nú­tíma­stúlka varð að hryss­ings­legri frú grimms ein­ræð­is­herra.

Emma frá Acton, nei, Asma forsetafrú, kaupir sér hálsmen
Eitt alræmdasta viðtal vestrænnar tímaritasögu var þegar tískublaðið Vogue birti 2011 slepjulegt viðhafnarviðtal við „rósina í eyðimörkinni“, forsetafrú Sýrlands, sem „hefur þá köllun að skapa ljósbera menningar og veraldarhyggju í púðurtunnu svæðisins og verða mannúðleg á stjórn mannsins hennar“. Þegar þetta var tekið og birt var stjórn Assads þegar byrjuð að ofsækja og drepa mótmælendur af fullum krafti.

Emma Akhras sat hin kátasta við tölvuna. Á vafri sínu um netið hafði hún rekist á heimasíðu hjá ógnarfínni skartgripaverslun í París og munirnir sem þar voru á boðstólum voru vægast sagt ægifagrir.

Emma stækkaði myndirnar til að dást að gimsteinunum, gullinu og stórkostlegu handverkinu. Hún taldi sig nú engan sérfræðing í fínum skartgripum. Heima í Acton, úthverfi London, þar sem hún ólst upp, höfðu foreldrar hennar sosum alltaf nóg fé handa á milli en hvergi nærri nóg til að eyða í svo dýrt glæsiglingur sem fékkst í þessari verslun á Signubökkum.

Og foreldrunum hefði líka vísast þótt svona lagað argasti hégómi.

Þau voru ekkert strangtrúuð. Emma fékk að skemmta sér við allt það sama popp og tískudót og aðrar stúlkur í London á hennar reki. Hún fékk að fara á tónleika með bæði Queen og George Michael með vinkonum sínum. En óþarfa bruðl litu foreldrarnir hornauga.

En síðan …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár