Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir fæddist og ólst upp á Siglufirði, þar sem hún býr í dag, og kynntist snemma endurnýtingunni sem átti eftir að lita listrænt líf hennar.
„Endurvinnsla var í hávegum höfð þegar ég var að alast upp. Það var til dæmis verið að hekla töskur úr mjólkurpokum og vefa mottur úr gömlum gallabuxum. Á sjöunda áratugnum var mikil vakning um endurnýtingu og var heimilið alltaf undirlagt af einhverju sem var verið að búa til. Ég ólst þess vegna upp með það í huga að nýta það sem til fellur og búa til gjafir, nytjahluti og listmuni. Sú hugsun hefur fylgt mér alla tíð og skilað sér í mínu daglega lífi og listsköpun,“ segir hún.
Það var snemma ljóst að Aðalheiður hefur hæfileika þegar kemur að myndlist og segist hún hafa verið einn af þeim nemendum sem myndmenntakennarar stungu að að ættu kannski að fara í myndlistarnám. „Ég var sjálfstæður …
Athugasemdir