Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri miðilsins Fréttin.is, hefur fengið miðilinn skráðan sem fjölmiðil hjá Fjölmiðlanefnd.
Í samtali við Stundina segir hún ástæðuna fyrir því að hafa stofnað miðilinn vera að aðrir fjölmiðlar stundi „markvissa þöggun á ákveðnum fréttum“.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir miðilinn vera „bloggsíðu sem vill láta líta á sig sem fjölmiðil“ sem setji fréttir fram „í ákveðnum tilgangi“ og starfi því ekki samkvæmt grundvallarreglum blaðamennsku.
Vantaði upp á skráningu á eignarhaldi
Margrét sóttist eftir því að fá miðilinn skráðan hjá fjölmiðlanefnd í nóvembermánuði en ferlið strandaði á því að geta skráð raunverulegt eignarhald hans.
„Við erum að skrá þetta sem einkahlutafélag bara núna í dag,“ segir Margrét. Til að byrja með segist hún ætla að vera ein skráð sem raunverulegur eigandi félagsins „en síðan mun það kannski breytast með tímanum,“ segir hún. Þá segist hún hafa verið að ganga út af fundi með mögulegum fjárfesti þegar …
Athugasemdir (2)