Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tæpir 30 milljarðar í styrki til bænda

Á síð­asta ári nam beinn og óbeinn stuðn­ing­ur rík­is­sjóðs við ís­lensk­an land­bún­að 29,1 millj­arði króna. Hag­fræði­pró­fess­or tel­ur óhætt að líta svo á að sú tala séu lægri mörk raun­veru­legs stuðn­ings.

Tæpir 30 milljarðar í styrki til bænda
Beinir styrkir 16 milljarðar Íslenskir bændur fengu 16,3 milljarða í beina styrki á síðasta ári og 12,8 milljarða í markaðsstuðning, að lágmarki. Mynd: Shutterstock

Stuðningur ríkissjóðs Íslands við íslenskan landbúnað á síðasta ári nam að minnsta kosti tæpum 30 milljörðum króna, þegar bæði beinir og óbeinir styrkir eru teknir saman. Beinir styrkir úr ríkissjóði til bænda námu 16,3 milljörðum króna en óbeinn stuðningur, markaðsstuðningur sem skapast með hærra vöruverði til neytenda vegna tollverndar og innflutningstakmarkana, nam 12,8 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í nýlega birtu svari Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors á Vísindavefnum. Svarið byggir á styrkjagreiningarkerfi OECD um jafngildisvirði framleiðendastyrkja. Niðurstaða útreikninganna sýna að framleiðendastyrkir nemi 57 prósentum af heildarverðmæti innlendrar landbúnaðarframleiðslu.

Í svari Þórólfs má sjá að dregið hefur úr heildarverðmæti innlendrar landbúnaðarframleiðslu frá árinu 1986, sem er upphafspunktur upplýsinganna sem birtar eru, um tæpa 22 milljarða króna á verðlagi ársins 2020, eða um 40 prósent. Þá hefur markaðsstuðningur dregist saman um 70 prósent á sama tímabili en beinir styrkir hafa lækkað um 20 prósent. Heildarstuðningur við innlendan landbúnað fór lækkandi til ársins 2010, frá árinu 1986, en hefur hækkað frá árinu 2010.

Sem fyrr segir má slá því föstu að styrkir til bænda hafi á síðasta ári numið 29,1 milljarði króna. Þórólfur nefnir hins vegar að þar með sé öll sagan ekki sögð. Reikniaðferðir OECD taki aðeins til ákveðinna þátta, það er þess sem tengist hverju býli fyrir sig. Auk innflutningstakmarkana sem skapi markaðsstyrkina búi úrvinnslugreinar landbúnaðar við undanþágur frá samkeppnislögum, sem geri þeim kleift að stunda sín viðskipti með hætti sem aðilar í samkeppnisrekstri hafi ekki tök á. Vísbendingar séu um að slíkir viðskiptahættir þrýsti upp verði á framleiðslu afurðastöðva í landbúnaði.

Þá sé ekki tekið tillit til þess að bændur hafi gjaldfrjálsan aðgang að afréttum, sem þeir hafi nýtt með ósjálfbærum hætti. „Líklega ber því að líta á þá niðurstöðu að íslenskur landbúnaður fái tæplega 30 milljarða meðgjöf frá skattgreiðendum og neytendum sem lægri mörk hins raunverulega stuðnings.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár