Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tæpir 30 milljarðar í styrki til bænda

Á síð­asta ári nam beinn og óbeinn stuðn­ing­ur rík­is­sjóðs við ís­lensk­an land­bún­að 29,1 millj­arði króna. Hag­fræði­pró­fess­or tel­ur óhætt að líta svo á að sú tala séu lægri mörk raun­veru­legs stuðn­ings.

Tæpir 30 milljarðar í styrki til bænda
Beinir styrkir 16 milljarðar Íslenskir bændur fengu 16,3 milljarða í beina styrki á síðasta ári og 12,8 milljarða í markaðsstuðning, að lágmarki. Mynd: Shutterstock

Stuðningur ríkissjóðs Íslands við íslenskan landbúnað á síðasta ári nam að minnsta kosti tæpum 30 milljörðum króna, þegar bæði beinir og óbeinir styrkir eru teknir saman. Beinir styrkir úr ríkissjóði til bænda námu 16,3 milljörðum króna en óbeinn stuðningur, markaðsstuðningur sem skapast með hærra vöruverði til neytenda vegna tollverndar og innflutningstakmarkana, nam 12,8 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í nýlega birtu svari Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors á Vísindavefnum. Svarið byggir á styrkjagreiningarkerfi OECD um jafngildisvirði framleiðendastyrkja. Niðurstaða útreikninganna sýna að framleiðendastyrkir nemi 57 prósentum af heildarverðmæti innlendrar landbúnaðarframleiðslu.

Í svari Þórólfs má sjá að dregið hefur úr heildarverðmæti innlendrar landbúnaðarframleiðslu frá árinu 1986, sem er upphafspunktur upplýsinganna sem birtar eru, um tæpa 22 milljarða króna á verðlagi ársins 2020, eða um 40 prósent. Þá hefur markaðsstuðningur dregist saman um 70 prósent á sama tímabili en beinir styrkir hafa lækkað um 20 prósent. Heildarstuðningur við innlendan landbúnað fór lækkandi til ársins 2010, frá árinu 1986, en hefur hækkað frá árinu 2010.

Sem fyrr segir má slá því föstu að styrkir til bænda hafi á síðasta ári numið 29,1 milljarði króna. Þórólfur nefnir hins vegar að þar með sé öll sagan ekki sögð. Reikniaðferðir OECD taki aðeins til ákveðinna þátta, það er þess sem tengist hverju býli fyrir sig. Auk innflutningstakmarkana sem skapi markaðsstyrkina búi úrvinnslugreinar landbúnaðar við undanþágur frá samkeppnislögum, sem geri þeim kleift að stunda sín viðskipti með hætti sem aðilar í samkeppnisrekstri hafi ekki tök á. Vísbendingar séu um að slíkir viðskiptahættir þrýsti upp verði á framleiðslu afurðastöðva í landbúnaði.

Þá sé ekki tekið tillit til þess að bændur hafi gjaldfrjálsan aðgang að afréttum, sem þeir hafi nýtt með ósjálfbærum hætti. „Líklega ber því að líta á þá niðurstöðu að íslenskur landbúnaður fái tæplega 30 milljarða meðgjöf frá skattgreiðendum og neytendum sem lægri mörk hins raunverulega stuðnings.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár