„Þetta verð kemur nú ansi mikið á óvart. Mér finnst það helvíti hátt […],“ segir Páll Á. Jónsson, fyrrverandi forstjóri fjarskiptafyrirtækisins Mílu. Síminn hefur undirritað samning að selja Mílu til franska sjóðstýringarfyrirtækisins Adrian fyrir 78 milljarða króna. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Áætlaður söluhagnaður Símans í viðskiptunum er 46 milljarðar króna. Páll var framkvæmdastjóri Mílu á árunum 2007 til 2014 og hafði hann þar á undan starfað hjá Símanum um árabil, meðal annars sem framkvæmdastóri fjarskiptanets fyrirtækisins.
Ardian er alþjóðlegt sjóðstýringarfyrirtæki sem er að stærstu leyti í eigu starfsmanna fyrirtækisins. Félagið stýrir eignum í sjóðum upp á 114 milljarða dollara, eða tæplega 18.050 milljarða íslenskra króna. Eigendur hlutdeildarskírteina sjóða Ardian eru fjölmargir fjárfestar, meðal annars lífeyrissjóðir, tryggingafélög og fleiri slíkir stórir fjárfestar.
Ardian hefur á síðustu árum beint fjárfestingum sjóða sinna til Norðurlandanna og eru kaupin á Mílu sjöttu viðskiptin sem fyrirtækið ræðst í þar á síðustu árum. Franska fyrirtækið …
Athugasemdir