Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Salan á Mílu: Heitir því að selja fjarskiptavinnviði Íslands ekki til „óviðunandi eigenda“

Spurn­ing­ar hafa vakn­að um við­skipti Sím­ans og franska fyr­ir­tæk­is­ins Ardi­an með fjar­skiptainn­viða­fyr­ir­tæk­ið Mílu. „Ég hef áhyggj­ur af þessu,“ seg­ir fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Mílu, um mögu­legt eign­ar­hald ef Ardi­an sel­ur aft­ur. „Ég sé ekki í fljóti bragði að þetta geti geng­ið upp,“ seg­ir hann um fjár­fest­ing­una. Í við­skipt­un­um verð­ur til mik­ill sölu­hagn­að­ur fyr­ir hlut­hafa Sím­ans sem eru að­al­lega líf­eyr­is­sjóð­ir og lands­þekkt­ir fjár­fest­ar í fyr­ir­tæk­inu Stoð­um, áð­ur FL Group.

Salan á Mílu: Heitir því að selja fjarskiptavinnviði Íslands ekki til „óviðunandi eigenda“

„Þetta verð kemur nú ansi mikið á óvart. Mér finnst það helvíti hátt […],“ segir Páll Á. Jónsson, fyrrverandi forstjóri fjarskiptafyrirtækisins Mílu. Síminn hefur undirritað samning að selja Mílu til franska sjóðstýringarfyrirtækisins Adrian fyrir 78 milljarða króna. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Áætlaður söluhagnaður Símans í viðskiptunum er 46 milljarðar króna. Páll var framkvæmdastjóri Mílu á árunum 2007 til 2014 og hafði hann þar á undan starfað hjá Símanum um árabil, meðal annars sem framkvæmdastóri fjarskiptanets fyrirtækisins.

Ardian er alþjóðlegt sjóðstýringarfyrirtæki sem er að stærstu leyti í eigu starfsmanna fyrirtækisins. Félagið stýrir eignum í sjóðum  upp á 114 milljarða dollara, eða tæplega 18.050 milljarða íslenskra króna. Eigendur hlutdeildarskírteina sjóða Ardian eru fjölmargir fjárfestar, meðal annars lífeyrissjóðir, tryggingafélög og fleiri slíkir stórir fjárfestar.

Ardian hefur á síðustu árum beint fjárfestingum sjóða sinna til Norðurlandanna og eru kaupin á Mílu sjöttu viðskiptin sem fyrirtækið ræðst í þar á síðustu árum. Franska fyrirtækið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Salan á Mílu

Hluthafarnir taka 56 milljarða úr Símanum eftir ríkisstyrki upp á 1,5 milljarða
FréttirSalan á Mílu

Hlut­haf­arn­ir taka 56 millj­arða úr Sím­an­um eft­ir rík­is­styrki upp á 1,5 millj­arða

Hlut­haf­ar fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Sím­ans lækk­uðu hluta­fé fé­lags­ins um rúm­lega 31 millj­arð króna síðla árs í fyrra í kjöl­far sölu Mílu og greiddu út til eig­enda sinna. Sam­tals munu hlut­haf­ar Sím­ans hafa tek­ið 56 millj­arða út úr fé­lag­inu á síð­ustu ár­um, ef áætlan­ir þeirra ganga eft­ir. Sím­inn stær­ir sig á sama tíma á fram­leiðslu inn­lends sjón­varps­efn­is sem er nið­ur­greitt með styrkj­um frá ís­lenska rík­inu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár