Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fjölskyldan missti af vélinni til Íslands og er í felum í Kabúl

Hjón ásamt tveim­ur ung­um börn­um sín­um sem ekki komust að flug­vél­inni sem átti að flytja fjöl­skyld­una frá Af­gan­ist­an til Ís­lands í lok ág­úst, nokkr­um dög­um eft­ir að Talíban­ar tóku völd­in í Kabúl, hafa að mestu ver­ið í fel­um síð­an. Kon­an seg­ir í sam­tali við Stund­ina að hún hafi ótt­ast um líf barna sinna í mann­mergð­inni á flug­vell­in­um og þurft að taka ákvörð­un upp á líf og dauða þenn­an dag. Hún er lækn­ir sem bjó á Ís­landi fyr­ir rúm­um ára­tug og seg­ir ástand­ið í Kabúl verra en orð fái lýst, ör­vænt­ing­in sé alls­ráð­andi.

Eftir að Talíbanar tóku völdin í Kabúl þann 15. ágúst síðastliðinn ákváðu íslensk stjórnvöld að bjóða um 120 afgönskum flóttamönnum hæli hér á landi. Sérstök áhersla var lögð á að ná til fólks með tengsl við íslenskt samfélag en fyrirséð var að erfitt gæti verið að koma fólki frá Afganistan þar sem aðstæður væru erfiðar meðal annars á flugvellinum í Kabúl.  Þangað fór konan sem Stundin ræddi við ásamt eiginmanni sínum og börnum nokkrum dögum eftir að Talíbanar tóku völdin í Kabúl. „Ég var hrædd um að týna börnunum mínum í mannfjöldanum á flugvellinum. Ég var hrædd um að þau myndu detta og troðast undir. Við þurftum að taka erfiðar ákvarðanir og þær voru upp á líf og dauða,“ segir konan í samtali við Stundina. 

Bjó á Íslandi og er í hættu vegna jafnréttisbaráttu

Í samtalinu lýsir konan aðstæðum í Afganistan og tilraun til að flýja í skjól hér á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár