Eftir að Talíbanar tóku völdin í Kabúl þann 15. ágúst síðastliðinn ákváðu íslensk stjórnvöld að bjóða um 120 afgönskum flóttamönnum hæli hér á landi. Sérstök áhersla var lögð á að ná til fólks með tengsl við íslenskt samfélag en fyrirséð var að erfitt gæti verið að koma fólki frá Afganistan þar sem aðstæður væru erfiðar meðal annars á flugvellinum í Kabúl. Þangað fór konan sem Stundin ræddi við ásamt eiginmanni sínum og börnum nokkrum dögum eftir að Talíbanar tóku völdin í Kabúl. „Ég var hrædd um að týna börnunum mínum í mannfjöldanum á flugvellinum. Ég var hrædd um að þau myndu detta og troðast undir. Við þurftum að taka erfiðar ákvarðanir og þær voru upp á líf og dauða,“ segir konan í samtali við Stundina.
Bjó á Íslandi og er í hættu vegna jafnréttisbaráttu
Í samtalinu lýsir konan aðstæðum í Afganistan og tilraun til að flýja í skjól hér á …
Athugasemdir