Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rússland eða lífið

Á með­an frétt­ir ber­ast af nýju köldu stríði og rúss­neski flot­inn ögr­ar nærri Ís­lands­strönd­um fór Val­ur Gunn­ars­son til Moskvu og var tek­ið vel.

Rússland eða lífið

„Menn þurftu að velja á milli Rússlands og lífsins,“ segir bókmenntafræðingur nokkur þar sem hann sýnir mér hvar sagan um Meistarinn og margarítuna hófst í miðborg Moskvu. Höfundurinn Búlgakov lokaðist inni og fékk verk sín ekki útgefin en Stalín hafði verið hrifinn af einu leikrita hans og var honum því forðað frá aftöku en lést úr nýrnabilun árið 1940. Aðrir, svo sem Nóbelsverðlaunahafinn Búnin, kusu lífið og héldu á brott en döfnuðu aldrei í burtu frá Rússlandi. Þegar Meistarinn og margarítan kom loks út 40 árum síðar reyndist hún með helstu bókmenntaverkum 20. aldar.  

Það er gullið haust í Moskvu, allir hafa heyrt um rússneska veturinn en sumrin eru hlý og haustið prýtt litum sem fjúka ekki burt á einni nóttu eins og heima. Hér láta allar árstíðir finna fyrir sér. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Moskvu síðan hitasumarið mikla 2010 og maður getur ekki annað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár