Miðill fjármagnaður og rekinn af stjórnmálaflokki, líkt og Sósíalistaflokkur Íslands boðar, getur aldrei orðið fjölmiðill í hefðbundnum skilningi þess orðs. Þetta segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. „Þetta gæti aldrei orðið annað en áróðurstæki fyrir þær skoðanir sem þarna ríkja.“
Í aðdraganda alþingiskosninga boðaði Sósíalistaflokkurinn að styrkir sem ríkið veitir stjórnmálaflokkum yrðu nýttir til að efla hagsmunabaráttu og byggja upp fjölmiðil í samstarfi við Alþýðufélagið, Samstöðina.
Þessar fyrirætlanir voru áréttaðar strax að kosningum loknum með grein sem birtist á Vísi þann 28. september, þremur dögum eftir kosningar. Þar auglýsti Gunnar Smári Egilsson eftir fólki til starfa á Samstöðinni, en hann er einn helsti hugmyndafræðingur Sósíalistaflokksins, formaður framkvæmdastjórnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður, kynntur sem „atvinnulaus blaðamaður“. Nú stendur hins vegar til að nýta 120 milljónir sem renna frá ríkinu til Sósíalistaflokksins í gegnum styrki til stjórnmálaflokka til að byggja upp „róttækan fjölmiðil“, með það að markmiði að byggja upp …
Athugasemdir